Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1120 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?

Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi. Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur. Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

category-iconHugvísindi

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?

Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhver munur á notkun orðanna fótbolti og knattspyrna?

Um íþróttaiðkun og þær margvíslegu keppnisgreinar sem þar koma við sögu hefur orðið til margbreytilegt orðafar í íslensku. Um margt hafa sprottið fram nýyrði sem mörg hver hafa fest rætur en önnur orð eru sýnilega aðfengin og vitna um áhrifavald samfélaga sem þau eru sprottin úr og sterkan alþjóðlegan svip á íþrót...

category-iconHugvísindi

Hversu oft er kosið um forseta?

Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða fugla er hægt að finna á Tjörninni í Reykjavík? Hversu margar eru endurnar á Tjörninni í Reykjavík og hve margar tegundir eru þar að staðaldri? Má veiða endur við Tjörnina? Það er nokkuð breytilegt milli ára hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni og við Tjörnina. Helstu varp...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig helst klukka í tölvu rétt þótt tölvan sé tekin úr sambandi?

Svarið við þessari spurningu er það að inni í tölvunni er rafhlaða og þar fær klukkan rafmagn og orku til að ganga áfram þótt tölvan sé tekin úr sambandi við rafmagn. Nánar tiltekið er rafhlaðan á móðurborði tölvunnar og hér að neðan má sjá hvernig henni er komið fyrir. Rauður hringur er utan um rafhlöðuna. ...

category-iconHugvísindi

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?

Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...

category-iconHagfræði

Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana). Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?

Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...

category-iconHugvísindi

Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?

Ritheimildir segja frá veru Papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Þó að vissulega sé hægt að þreifa á gömlum handritum er líklega átt við annars konar áþreifanlegar sannanir. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleipur, einkum og sér í lagi ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er skilgreiningin á epík, lýrik og dramatík?

Epík, lýrik og dramatík eru þrjár höfuðgreinar bókmennta. Hugtökin eru öll komin úr grísku. Hér verður einkum fjallað um upphaflega merkingu orðanna og tengsl hennar við síðari tíma, en auk þess hafa sum þeirra bætt við sig nýrri merkingu. Epík er dregið af gríska orðinu epos en frummerking þess er "það sem sag...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?

Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson). Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?

Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...

Fleiri niðurstöður