Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1206 svör fundust
Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja? Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og ...
Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...
Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?
Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...
Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?
Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...
Hvað er El Niño?
Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...
Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?
Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er u...
Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?
Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...
Hvað er markhyggja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...
Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?
Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...
Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?
Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...
Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?
Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...
Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?
Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...
Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig? Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil löga...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?
Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur s...