Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1369 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?

Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...

category-iconStærðfræði

Hvað er að þessari sönnun á að 1 = -1?

Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$. Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum: $\sqrt{a}$ er jákvæð ta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?

Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?

Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Þetta er meðal annars gert til að flýta fyrir ritun, forðast stagl og tvítekningu en einnig sést með slíkri táknun í sviphendingu að eitthvað ...

category-iconHeimspeki

Eru ósannar fullyrðingar fleiri en sannar? Er til sönn fullyrðing fyrir hverja ósanna? Er hægt að ljúga meiru heldur en segja satt?

Til sérhverrar fullyrðingar, F, svarar önnur, nefnilega fullyrðingin "Það er ekki satt að F" (eða einfaldlega "ekki-F"), sem er sönn þá og því aðeins að F sé ósönn, það er að segja ef F er sönn, þá er ekki-F ósönn, og ef ekki-F er sönn, þá er F ósönn. Því hljóta sannar fullyrðingar að vera nákvæmlega jafnmargar og...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?

Heilagur Valentínus er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar. Annar var rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir barðinu á Kládíusi II, Rómakeisara, í ofsóknum hans á kristnum mönnum. Hinn var biskupinn af Terní á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sin...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn?

Þýska tónskáldið Johann Sebastian Bach (1685-1750) eignaðist tuttugu börn í tveimur hjónaböndum. Með fyrri eiginkonu sinni, Maríu Barböru Bach, átti hann sjö börn og með þeirri síðari, Önnu Magdalenu Wilcke, eignaðist hann 13. Af tuttugu börnum tónskáldsins dóu alls tíu í æsku. Þrír synir Bachs voru kunn tónská...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?

Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað kemst hraðskreiðasti bíll í heimi hratt og hvað heitir hann?

Hraðskreiðasti bíll í heimi náði 1.220,8 km hraða í Nevada-eyðimörkinni árið 1997, og heitir Thrust SSC. Thrust SSC var með tvo Rolls-Royce hreyfla, aflið í hreyflunum jafngilti 145-földu afli Formula 1 bíla. Hann var 16 sekúndur að ná 1000 km hraða og eyddi 18 lítrum af eldsneyti á hverri sekúndu. Venjulegi...

category-iconUnga fólkið svarar

Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun? Og hvenær á að byrja að gefa þeim kettlingamat? (Sigríður Erla Guðmundsdóttir) Af hverju sjá kettlingar ekkert þegar þeir fæðast? (Fjóla Aðalsteinsdóttir) Kettlingar opna yfirleitt augun einni til tveimur vikum eftir að þeir fæðas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?

Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...

category-iconHugvísindi

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?

Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?

Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343). Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?

Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning: Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik. Þríhyrningur er marghyrningu...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á engli og erkiengli?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...

Fleiri niðurstöður