Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1268 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?

Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóga...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru Petronas-turnarnir háir og stórir?

Hér er reynt að svara eftirtöldum spurningum:Hvað eru Petronas-turnarnir stórir? (Jónas Bergsteinn Þorsteinsson) Hvað eru Petronas-turnarnir þungir? (Ísak Hilmarsson) Hvert er rúmmál Petronas-tvíburaturnanna í Malasíu? (Ísak Már Símonarson) Hvað eru gluggarnir stórir í Petronas-turnunum? (Sólmundur Gísli) Í sv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta fiskar orðið stórir?

Ólíkt spendýrum geta fiskar haldið stöðugt áfram að vaxa. Stærsta fisktegundin er hvalháfur sem getur orðið um 15 metra langur og vegur þá um 16 tonn. Hér sést mynd af hvalháfi og kafara til samanburðar. Stærsti beinfiskurinn er svokallaðu tunglfiskur (Mola mola). Árið 1908 veiddist slíkur fiskur við strendur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt?

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) eða bláhvalur er stærsta skepna sem lifir á jörðinni. Sú lengsta steypireyður sem veiðst hefur var kýr sem mældist 33,58 m að lengd. Kelfd hvalkýr getur orðið allt að 200 tonn. Það jafngildir þyngd 35 afríkufíla (en afríkufíllinn er stærsta núlifandi landdýr). Hún getu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru eistu á steypireyði þung?

Þegar fjallað er um líffærafræði stórhvala á borð við steypireyðina, sem er stærsta skepna sem nokkurn tímann hefur lifað á jörðinni, þá verða tölur um stærð þeirra og þyngd tröllslegar. Það á einnig við um kynfæri þessar stórhvela. Getnaðarlimur steypireyðartarfa er að meðaltali um 2,4 metrar á lengd, en það s...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?

Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. septemb...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?

Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Rússlandi?

Það er hægara sagt en gert að gera almennilega grein fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi sem finnst innan landamæra Rússlands, enda er það stærsta land í heimi. Innan landamæra þess má finna flest helstu þurrlendisvistkerfi jarðar, allt frá túndrum til steppa og laufskóga. Nyrst í landinu eru mikil túndrusvæði. Þar f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?

Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?

Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast. Ástralía er talsvert stærri en Græ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?

Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...

category-iconVeðurfræði

Hvað er Austfjarðaþoka?

Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram...

category-iconJarðvísindi

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?

Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...

Fleiri niðurstöður