Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9513 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast jöklar?

Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?

Það er ekki rétt skilið hjá spyrjanda að örbylgjuofnar hiti fæðu með ögnum heldur fer hitunin fram með bylgjum, eins og kemur fram í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur og Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? . Vatnið í matnum hitnar af ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar fiðrildategundir?

Fiðrildi eru skordýr (Insecta) og tilheyra, ásamt mölflugum (e. moths), ættbálkinum Lepidoptera sem er innan flokks vængjaðra skordýra (Pterygota). Ættbálkur fiðrilda og mölflugna er einn sá best þekkti og litríkasti meðal skordýra. Þekktar eru um 120.000 tegundir sem honum tilheyra, en um 80% af þeim (um 96.00...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?

"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess? Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?

Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona: Eru til skýringar á uppruna örnefnisins „Geldingadalur“ á Reykjanesskaga? Nafnið á nýja gossvæðinu er sagt Geldingadalur stundum í fjölmiðlum. Örnefnasjá Landmælinga gefur hins vegar bara upp fleirtöluna, Geldingadalir. Á að nota það eða má nota bæði? Þann 19. mars ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?

Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað felst í umritun og afritun gena?

Áður en lengra er haldið má benda á að gott er að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Umritun á við það þegar erfðaefnið (DNA) er notað sem mót við nýmyndun RNA sameinda. DNA keðja gens er tvíþátta og við umritun er tekið RNA umrit af öðrum þættinum. Þan...

category-iconVísindavefurinn

Hvað fáið þið margar spurningar á dag?

Þegar farið var af stað með Vísindavefinn 29. janúar árið 2000 óraði engan fyrir hversu vinsæll hann yrði. Búist var við að nokkrar spurningar bærust á viku og þeim yrði svarað svo til jafnóðum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að fróðleiksþyrstir Íslendingar voru fjölmargir og spurningaflóðið langtum meira en nokk...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Bangsímon gamall?

Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Má klippa veiðihár katta?

Veiðihár hjálpa köttum að skynja umhverfi sitt á ýmsan hátt. Í myrkri geta þau hjálpað þeim að smjúga um gróður án þess að lenda í vandræðum og rekast á fyrirstöður. Einnig veita þau kettinum mikilvægar upplýsingar um loftþrýsting og vindátt. Með því að fylgjast með veiðihárunum má einnig lesa úr skapgerð kattarin...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?

Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?

Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?

Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...

Fleiri niðurstöður