Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...
Hvað er tónlist?
Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...
Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...
Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?
Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...
Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?
Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...
Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hæ...
Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?
Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...
Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?
Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okka...
Hvað eru mörg göt á tunglinu?
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lí...
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...
Hvaða Gvend grunaði ekki og hvaðan kemur orðatiltækið?
Merking orðatiltækisins grunaði ekki Gvend er ‛datt mér ekki í hug, ég átti von á þessu’. Það er ekki gamalt, virðist koma fram snemma á 20. öld. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924) er einnig nefnt grunaði ekki gamla Gvend en viðbótin gamla hefur ekki verið mjög algeng. Hugsanlega lig...
Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...
Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?
Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:sendandi --> boð --> viðtakandiÞað er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur...
Er opinberum starfsmönnum heimilt að ráða sína eigin fjölskyldumeðlimi í vinnu?
Stutt og einfalt svar við þessari spurningu er nei. Um ráðningu ríkisstarfsmanna gilda lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau taka til allra þeirra sem ráðnir eru, settir eða skipaðir í störf í þágu ríkisins. Lögin gilda þó ekki um þjóðkjörna fulltrúa, starfsmenn félaga sem eru einkaré...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...