Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2201 svör fundust
Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?
Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja a...
Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?
Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...
Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka?
Marblettir myndast þegar högg sem lendir á líkamanum nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þá lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit fyrstu dagana eftir höggið. Nánar er sagt frá marblettum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttu...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Hvert fer sálin þegar maður deyr?
Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...
Hvort skrifar maður 'kosning' eða 'kostning'?
Sögnin að kjósa beygist í kennimyndum: kjósa - kaus - kusum - kosið Nafnorðið kosning er myndað af fjórðu kennimynd með verknaðarviðskeytinu -ning. Verknaðurinn er „það að kjósa“. Í stofni er ekkert -t- og því er ekki -t- í kosning....
Getur maður fengið krabbamein í hjartað?
Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjart...
Hvað var minnsti maður Íslands hár?
Ekki liggja fyrir neinar öruggar upplýsingar um hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Fremur líklegt er þó að sá maður hafi þjáðst af sjúkdómnum brjóskkyrkingi (achondroplasiu) sem er arfgengur sjúkdómur og veldur dvergvexti. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk. Meðalhæð karla með þennan ...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðin að bregða einhverjum eru sjaldan notuð í þátíð. Hvað segir maður þegar maður er nýbúinn að bregða einhverjum? Ég bregðaði þér?Sögnin að bregða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bregða-brá-brugðum-brugðið). Hún beygist svona í nútíð og þátíð: ...
Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?
Ekki er hægt að fá einkaleyfi fyrir hugmynd sem slíkri. Hins vegar er hægt að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu. Almennt er hægt að fá einkaleyfi fyrir öllum uppfinningum sem hagnýta má í atvinnulífi en einungis er veitt einkaleyfi fyrir uppfinningum sem eru nýjar með tilliti til þess sem þekkt er fyrir umsóknardag....
Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?
Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni. 1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapró...
Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?
Í auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu um greinarmerkjasetningu nr. 133/1974 er tilgreind tvenns konar notkun semíkommu:Í stað punkts má setja semíkommu milli málsgreina, ef málsgreinarnar eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu hennar. Dæmi: Hegð...
Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu?
Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina N2O5 sem brotnar niður í NO2 og O2 við herbergishita. Þessu má lýsa með efnajöfnunni:N2O5 --> NO2 + O2Þar sem N2O5 brotnar niður er þ...
Hvers vegna skelfur maður af kulda?
Hér er einnig svar við spurningunni:Af hverju titrar kjálkinn og glamrar í tönnunum þegar manni verður kalt?Eins og önnur spendýr hefur maðurinn jafnheitt blóð. Það þýðir að líkamshita hans er haldið við 37°C eða því sem næst og þar gegnir undirstúka heilans lykilhlutverki. Þar er hitastillistöð og undirstúkan fær...