Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 152 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju mega hvorki loftbólur komast í æðar né vatn í lungun?

Þegar loft kemst í blóðið og fer á flakk með blóðrásinni kallast það blóðrek lofts (e. air embolism). Komist loft í blóðrásina, til dæmis við skurðaðgerðir eða slys, getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Dæmi um slys af þessu tagi er ef lungnavefurinn rofnar, til dæmis vegna áverka eftir hnífsstungu eða ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru vöðvar í fingrum?

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?

Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getur þú sagt mér um sjúkdóminn PKU?

PKU er arfgengur sjúkdómur. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu geni sem þýðir að barn þarf að erfa genið frá báðum foreldrum sínum til að sjúkdómurinn komi fram. Stökkbreytingin í geninu veldur því að það vantar ensím í lifur sem brýtur niður amínósýruna fenýlalanín. Þessi amínósýra er í öllum prótínum og sumum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?

Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?

Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna sofum við?

Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?

Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?

Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...

category-iconLæknisfræði

Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?

Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...

category-iconSálfræði

Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?

Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?

Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?

Við klínískar rannsóknir á virkni lyfjaefna er rannsóknin oft gerð með notkun lyfjaefnis og lyfleysu (e. placebo) eða sýndarlyfs sem er eins að útliti og bragði og lyfjaefnið. Rannsóknin er oft tvíblind þar sem hvorki sjúklingar né rannsakendur vita hver fær hið virka efni og hver fær lyfleysuna. Við mat á niðurst...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau?

Estrógen og prógesterón eru kynhormón sem einkum er að finna í konum. Meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahring kvenna, en einnig gegna þau veigamiklu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska. Bæði estrógen og prógesterón myndast í eggjastokkunum og að auki í svolitlu magni í nýrnahettum bæði kvenna og karla. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Verða allar manneskjur kynþroska?

Allir heilbrigðir einstaklingar verða kynþroska en það er mjög einstaklingsbundið hvenær kynþroski hefst og hvernig hann þróast. Því er varhugavert að bera sig saman við aðra, þótt slíkt sé ofureðlilegt. Sum heilkenni hafa það hins vegar í för með sér að einstaklingar með þau verða ekki kynþroska eða að minnst...

Fleiri niðurstöður