Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 347 svör fundust
Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?
Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu: FallEintalaFleirtala Nf.dédé Þf.dédé Þgf.déidéum Ef.désdéa FallEintalaFleirtala Nf.effeff Þf.effeff Þgf...
Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?
Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...
Hvað er títrun?
Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...
Hvað þýðir að ríða á vaðið?
Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...
Hver er stysta þekkta setning á íslensku sem hefur að geyma alla bókstafi íslenska stafrófsins?
Þrátt fyrir leit hef ég hvergi séð setningu sem talin er sú stysta með öllum íslenskum bókstöfum. Í henni þurfa að vera:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 stafir.Það er ágæt þraut fyrir samkvæmi að láta búa til slíkar setningar og alls ekki auðveld. Oftast verður líklega að nota einhver...
Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust? (Elfar Sigþórsson) Hvað er mesta frost sem mælst hefur á Íslandi? (Adam Brands) Mesti hiti á Íslandi sem mælst hefur síðan mælingar hófust er 30,5°C á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. L...
Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?
Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...
Hvað var vitinn í Faros hár?
Talið er að vitinn sem stóð á eyjunni Faros hafi verið að minnsta kosti 110 metra hár en heimildir gefa þó upp mismunandi tölur um það. Vitinn sem einnig er kallaður vitinn í Alexandríu var 20 ár í byggingu og lauk verkinu árið 279 f. Kr. Vitinn var þrískiptur eins og fram kemur á myndinni hér á eftir. Hann var...
Hversu vel heyra kettir?
Heyrn katta nær yfir óvenju breitt tíðnisvið. Lægsta tíðni sem þeir heyra er um 20 Hz (en Hz táknar bylgjur á sekúndu) sem er nokkuð svipað og hjá okkur mannfólkinu. Hins vegar skynja kettir hljóðbylgjur af óvenju hárri tíðni, eða allt að 65 þúsund Hz. Til samanburðar eru hærri mörk heyrnar hjá mannfólkinu í kring...
Hvað er frelsisstyttan í New York há?
Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...
Hvert er stærsta háhýsi í Evrópu?
Með stærð á spyrjandi líklegast við hæð, svo í svarinu verður þessi skilningur lagður í spurninguna. Athugið einnig að hér er fjallað um stærsta háhýsi Evrópu, en hærri mannvirki eru til í álfunni, til að mynda hin ýmsu útvarpsmöstur. Í Evrópu eru fá af hæstu húsum heims. Svo virðist sem Evrópubúar séu ekki jaf...
Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?
Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:E = m c2 E táknar í j...
Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?
Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að 6% karla og 18% kvenna einhvern tíma á lífsleiðinni. Höfuðverkurinn kemur í köstum og lýsir sér oft í þungum æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst og óþol gegn skærri birtu og hljóðum...
Hvað er nýrómantík?
Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...
Hver er uppruni nashyrninga?
Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...