Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er frelsisstyttan í New York há?

MBS

Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti.

Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að þyngd.

Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum styttuna árið 1885, en hún var vígð opinberlega þann 28. október árið 1886. Hún heitir á frummálinu La Liberté Éclairant Le Monde eða frelsi upplýsi heiminn (e. Liberty Enlightening the World) en er í daglegu tali venjulega kölluð frelsisstyttan eða Statue of Liberty.

Frelsisstyttan er eitt þekktasta tákn Bandaríkjanna.

Frelsisstyttan stendur á svokallaðri Liberty-eyju í höfn New York borgar um 2,6 km utan við Manhattan. Þar var hún sett til að bjóða velkomna alla gesti og innflytjendur, sem og Bandaríkjamenn á heimleið.

Frelsisstyttan er eitt þekktasta tákn Bandaríkjanna og hefur þótt standa fyrir bæði frelsi og tækifæri. Þegar innflytjendur steymdu með skipum til Bandaríkjanna var hún yfirleitt það fyrsta sem þeir sáu. Í þeirra augum þótti hún því oft holdgervingur vonarinnar sem þeir báru um betra líf í "landi tækifæranna".

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

9.10.2006

Síðast uppfært

12.9.2022

Spyrjandi

Ingibjörg Eva, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Hvað er frelsisstyttan í New York há?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6281.

MBS. (2006, 9. október). Hvað er frelsisstyttan í New York há? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6281

MBS. „Hvað er frelsisstyttan í New York há?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6281>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er frelsisstyttan í New York há?
Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti.

Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að þyngd.

Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum styttuna árið 1885, en hún var vígð opinberlega þann 28. október árið 1886. Hún heitir á frummálinu La Liberté Éclairant Le Monde eða frelsi upplýsi heiminn (e. Liberty Enlightening the World) en er í daglegu tali venjulega kölluð frelsisstyttan eða Statue of Liberty.

Frelsisstyttan er eitt þekktasta tákn Bandaríkjanna.

Frelsisstyttan stendur á svokallaðri Liberty-eyju í höfn New York borgar um 2,6 km utan við Manhattan. Þar var hún sett til að bjóða velkomna alla gesti og innflytjendur, sem og Bandaríkjamenn á heimleið.

Frelsisstyttan er eitt þekktasta tákn Bandaríkjanna og hefur þótt standa fyrir bæði frelsi og tækifæri. Þegar innflytjendur steymdu með skipum til Bandaríkjanna var hún yfirleitt það fyrsta sem þeir sáu. Í þeirra augum þótti hún því oft holdgervingur vonarinnar sem þeir báru um betra líf í "landi tækifæranna".

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....