Sigurhöllin er 57 hæða íbúðarhúsnæði. Bygging hennar hófst árið 2001 en var lokið 2005. Efst á Sigurhöllinni trónir 48,3 m há turnspíra sem gerir bygginguna í heild 264,1 m á hæð. Lesendur ættu að lokum að kynna sér svar Júlíusar Sólnes við spurningunni: Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Heimildir og mynd
- List of tallest buildings in Europe. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- List of tallest buildings in the world. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- List of tallest structures in Europe. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Triumph-Palace. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Triumph Palace. SkyscraperPage.com.
- Myndin er fengin af síðunni Image:Triumph-Palace.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.