Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 157 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?

Tár myndast í tárakirtlum utarlega í efri augnlokunum. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna. Hluti táranna gufar upp en hluti berst í átt að augnkrókum þar sem þau enda í göngum og berast eftir þeim í nefgöngin. Við offramleiðsla á tárum gerist tvennt, annars vegar hellast tár yfir augnlokin ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er hægt að vita að eldgos sé yfirvofandi?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaða ár kemur næst eldgos? Eru væntanleg eldgos á Íslandi? Eldgos gera oft og tíðum boð á undan sér. Aukin jarðskjálftavirkni, landris og breytingar á jarðhita og gasútstreymi eru alltíðir fyrirboðar eldgosa. Ekkert er þó algilt í því efni. Sum eldfjöll gjósa á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?

Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...

category-iconLæknisfræði

Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er það sem COVID-19 gerir nákvæmlega við bragð- og lyktarskyn þeirra sem fá veiruna? Ég er búin að heyra um fólk sem segist hafa misst bragð- og lyktarskynið eftir að þau veiktust, af hverju? Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn CO...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var farið að því að hafa samband við huldufólk?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru til þjóðsögur eða heimildir um hvernig fólk hafði samband við eða kallaði fram huldufólk? Í 22. kafla Kormáks sögu er sagt frá því að álfum er boðið til veislu eða nokkurs konar álfablóts. Maður einn sem hafði særst í bardaga leitar ráða hjá Þórdísi spákonu og hún s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...

category-iconHeimspeki

Hvernig urðu siðareglur til?

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...

category-iconHugvísindi

Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?

Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...

category-iconLífvísindi: almennt

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru svona strangar reglur í Norður-Kóreu?

Í öllum samfélögum gilda lög og reglur sem ætlað er að hafa taumhald á athöfnum einstaklinga. Ef engar reglur væru til staðar væri tæplega hægt að tala um eiginlegt „samfélag“, heldur einhvers konar „náttúruríki“ sem einkenndist af viðvarandi stríði allra gegn öllum, líkt og enski heimspekingurinn Thomas Hobbes lý...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stafar þunglyndi?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni. Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sál...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?

Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?

Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?

Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...

Fleiri niðurstöður