Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 159 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju?

Ragnarök, eða ragnarökkur, er hugtak sem notað er um heimsendi eins og honum er lýst í Konungsbókar- og Hauksbókargerðum Völuspár og Snorra Eddu. Þá munu takast á hin skapandi öfl í mynd goðanna og tortímingaröflin í líki jötna og óvætta. Völuspá er grundvallarkvæði í Konungsbók þar sem kvæðið er sett fram sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er femínismi það sama og kvenfrelsi?

Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?

Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...

category-iconHagfræði

Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?

Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á bandaríska Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi ráðandi. Það þýðir þó ekki að einungis tveir stjórnmálaflokkar starfi í Bandaríkjunum. Fremur er það svo að stjórnmálakerfið, sem byggir á einmenningskjördæmum, býður upp á það að tveir stærstu flokkarnir verði nær allsráðandi. Þannig sitja langflestir þingmenn í f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?

Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna? Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1...

category-iconHeimspeki

Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?

Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?

Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna féll þjóðveldið?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið. Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn...

category-iconHugvísindi

Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?

Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svín?

Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er offita arfgeng?

Offita er sívaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi og er stundum talað um offitufaraldur. Gjarnan er miðað við að fólk sé offeitt þegar svokallaður líkamsmassatuðull (BMI) er kominn yfir 30 en nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er BMI? Fituforði líkamans er undir l...

category-iconHugvísindi

Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?

Alexandros III af Makedóníu, betur þekktur sem Alexander mikli, var sonur Filipposar II, konungs í Makedóníu. Hann er af mörgum talinn einn snjallasti herforingi allra tíma og er þekktur fyrir að hafa lagt undir sig eitt mesta stórveldi fornaldar. Alexander fæddist 20. júlí árið 356 f.Kr. Sem unglingur nam han...

Fleiri niðurstöður