Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1057 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Eru galdrar til?

Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig fóru vísindamenn að því að tímasetja nákvæmlega hvenær víkingar voru í Ameríku?

Um ferðir norrænna manna til austurstrandar Ameríku eru til heimildir skrifaðar á 13. öld – Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga – en höfundar þeirra töldu að leiðangrarnir sem sagt er frá hefðu verið skipulagðir af fyrstu kynslóð landnema á Grænlandi, það er á áratugunum eftir 980 eða svo. Fornleifafræðileg ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða kindur kynþroska?

Undir venjulegum kringumstæðum verður lamb kynþroska við sex mánaða aldur. Ef það kemur í heiminn í maí þegar sauðburður er í hámarki þá ætti það að verða kynþroska í nóvember. Þá getur það varla kallast lamb lengur heldur ær ef um kvendýr er að ræða en hrútur ef það er karldýr. Reyndar kallast karllömb líka hrút...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?

Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...

category-iconSálfræði

Getum við munað eftir einhverju sem gerðist í lífi okkar fyrir þriggja ára aldur?

Ólíklegt er að fullorðið fólk muni eftir atburðum sem gerðust fyrir þriggja eða fjögurra ára aldur. Þetta kallast bernskuóminni (e. infantile amnesia, childhood amnesia) og hefur lengi verið þekkt. Á seinni árum hafa bæði hugrænir sálfræðingar (e. cognitive psychologists) og hugfræðingar (e. cognitive scientis...

category-iconHeimspeki

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...

category-iconUmhverfismál

Hvað er umhverfi?

Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við not...

category-iconHeimspeki

Hver var Nicolas de Condorcet og hvert var framlag hans til fræðanna?

Nicolas de Condorcet, eða Marie Jean Antoine Nicolas Caritat, markgreifinn af Condorcet (1743-1794) var franskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur sem auk þess fékkst við söguspeki og vann brautryðjandi verk í sögu félagsvísinda. Condorcet telst vera einn af síðustu svonefndu philosophes frönsku upplýs...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvers vegna missir maður tennurnar?

Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur. Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru lundahundar til á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum Hundaræktarfélags Íslands eru engir lundahundar (no. Lundehunde, e. Norwegian Lundehunds eða Puffin dogs) á Íslandi og hafa þeir sennilega aldrei verið fluttir til landsins. Lundahundur. Lundahundar eru ættaðir frá Noregi og þar er að finna flesta einstaklinga af þessari tegund. Talið er að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er sagt að kettir hafi mörg líf?

Hér er um forna goðsögn að ræða, svo gamla að menn greinir á um ástæðuna fyrir henni. Sagt er að kettir eigi níu líf en hver er hugsanleg skýring á þeirri hugmynd? Til forna var það talið heillamerki að eiga kött og ákveðin vernd fólst í því að hafa hann inni á heimilinu. Í Egyptalandi til forna var það talinn ...

category-iconJarðvísindi

Hver var Arthur Holmes og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Arthur Holmes (1890-1965) er þekktastur fyrir fernt: (1) þátt sinn í að tímakvarða jarðsöguna, (2) bókina The Age of the Earth 1913, (3) að skýra fyrstur (um 1930) orsakir landreks og (4) afbragðskennslubók sína Principles of Physical Geology 1944. Um aldamótin 1900 voru þær hugmyndir helstar um aldur jarðar, a...

category-iconUmhverfismál

Losa framræstar mýrar enn koltvísýring þó 50 ár séu liðin frá framræsingunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru löngu framræstar mýrar, sem t.d. voru ræstar fram fyrir um 50 árum, enn að losa koltvísýring í jafn miklum mæli og þær gerðu í upphafi? Eða eru þær orðnar að þurrlendi í þeim skilningi? Á jarðsögulegum tímaskala eru 50 ár skammur tími og því varla hægt að segja ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir voru denisóvamenn?

Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Suðaustur-Asíu.[1] Í þessu svari verður fj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?

Nei, það er ekki rétt að börn fæðist öll með blá augu, til að mynda fæðast börn af asískum eða afrískum uppruna yfirleitt með dökk augu. Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftir...

Fleiri niðurstöður