Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Þingvallavatn til?

Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...

category-iconHugvísindi

Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?

Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með tiltekinni tíðni, það er að segja tilteknum fjölda slaga á sekúndu. Þessi tíðni er valin þannig að bylgjurnar víxlverka sérstaklega við vatnssameindir í efni sem þær lenda á og hita síðan efnið sem vatnið er í. Auk vatns geta bylgjurnar líka hitað fitu og sykur en mismunandi efni ...

category-iconFornleifafræði

Hvað eigum við að gera ef við finnum forngrip á víðavangi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fær maður pening ef maður finnur fornmun og lætur Fornleifastofnun vita af fundinum? Þeir sem finna forngripi á víðavangi eiga að hafa samband við Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Stofnunin er með skrifstofu á...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?

Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu risaeðlur til?

Risaeðlur eiga að öllum líkindum ættir að rekja til svokallaðra boleðla sem hægt er að lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? Fyrstu risaðlurnar voru í raun ekki risar. Stjakeðlur og sindreðlur voru um 30 kg á þyngd. Risavöxtur dýranna kom fyrst fram hjá jurtaætunum og síðan h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið „mangari“ eins og í hórumangari?

Sögnin að manga er gömul í málinu. Hún merkir oftast að 'pranga, prútta' en getur einnig merkt að 'þjarka'. Merkingin 'fjölyrða, skrafa' sem þekktist í gömlu máli er ekki lengur notuð. Sambandið að manga einhverju út er notað um að selja eitthvað en sambandið að manga til við einhvern merkir að 'mælast til einhver...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?

Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Í hvað er kjarnorka aðallega notuð?

Þegar rætt er um notagildi kjarnorku er við hæfi að byrja á því að fjalla um sólina. Sólir eins og okkar eru í sinni einföldustu mynd ægistór vetnishvel. Þyngdarkraftar láta vetnið falla saman þar til þéttleiki vetnis í iðrum sólarinnar verður svo hár að kjarnasamruni gerist algengur. Við þetta losnar orka, sem hi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?

Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna tölum við um 21 barn í eintölu en 22 börn í fleirtölu?

Í íslensku er vaninn að láta nafnorð (og sögn) standa í eintölu með tölunni 21, 31, 41 og svo framvegis. Er þá talan einn í samsetta töluorðinu, í þessu dæmi tuttugu og einn, látinn ráða ferðinni, það er tuttugu að viðbættum einum. Hugsunin er því tuttugu börn og eitt barn sem rennur saman í tuttugu og eitt ba...

category-iconHugvísindi

Hvernig brjóta menn odd af oflæti sínu?

Orðasambandið að brjóta odd af oflæti sínu er notað um þann sem lendir í þannig aðstæðum að hann verður að vinna bug á stórlæti sínu, láta af stolti sínu. Spjótið verður heldur bitlaust ef oddurinn hefur verið brotinn af. Það er gamalt og þekkist þegar í fornu máli. Orðið oflæti merkir ‛dramb, hroki’....

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig mundi andefnissprengja verka og hve öflug gæti hún orðið?

Skemmst er frá því að segja að andefni í einhverju magni er eða getur verið "andefnissprengja". Um leið og andefnið kemst nálægt efni breytist það í orku ásamt samsvarandi magni af efni, og þessi orka er mjög mikil miðað við efnismagnið. Um þetta er fjallað nánar í fyrri svörum okkar um andefni en þau má finna me...

category-iconHagfræði

Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?

Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...

Fleiri niðurstöður