Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 156 svör fundust
Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?
Borðeyri er kauptún sem stendur við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu. Borðeyri er eitt fámennasta kauptún Íslands, þar voru 32 íbúar árið 2005. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, gaf bæði eyrinni og firðinum nafn sitt. Þegar hann var í firðinum ásamt mönnum sínum sá hann tvo hrúta koma hlaupa...
Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál ha...
Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanl...
Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langaði að forvitnast um halastjörnuna C/2022 E3 (ZTF) sem er nú sjáanleg og verður næst jörðu 1.feb. Í hvaða átt á að horfa til að sjá hana og hver er gráðutalan frá sjóndeildarhring svo ég viti hversu hátt/lágt hún verður á lofti? Og er einhver tími...
Er guð til?
Vísindavefurinn fær reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum sínum um tilvist æðri máttarvalda. Vitanlega eru menn ekki sammála um það hvort guð sé til eða ekki. Þeir sem svara spurningunni játandi hafa mismunandi skoðanir á því hvað einkenni þá þennan guð eða jafnvel guði. Þetta sést best á því hversu margvísle...
Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...
Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?
Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hvað er magnesín? (Jón Pétur) Er magnesín eðlisþungt og við hvaða hitastig kviknar í því? (Helgi) Magnesín (Mg, magnesíum) er í flokki 2 í lotukerfinu en til hans heyra jarðalkalímálmar. Það hefur sætistöluna 12 í lotukerfinu og er skínandi gráhvítt á að líta. Bræðslu...
Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?
Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...
Hver er saga Mackintosh-sælgætismolanna (Quality Street) hér á Íslandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hver er saga sælgætismolanna "Mackintosh" (Quality Street) hér á Íslandi. Það er hvenær byrjaði innflutningur á þeim og var það aðeins tengt jólunum? Okkur langar svo að vita þetta í sögulegu samhengi, þar sem við erum með endurminningahópa á öldrunarheimilum og gaman er að ...
Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?
Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...
Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?
Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...
Er hemlunarvegalengd bíla óháð massa þeirra eða þyngd?
Stutta svarið er já: Hemlunarvegalengd bíla er óháð massa þeirra. Hún er eingöngu háð upphaflegum hraða bílanna, yfirborði vegar eða götu og ástandi hjólbarða. Upphaflega spurningin var sem hér segir: Tveir bílar, annar er helmingi þyngri. Spurningin er: Hafa þeir sömu bremsuvegalengd miðað við sama hraða? Ef ...
Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?
Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...
Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?
Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...