Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1268 svör fundust
Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni? Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans...
Hvers vegna leita ánamaðkar út á gangstéttir og götur í rigningu?
Ánamaðkar nota hvorki lungu eða tálkn til þess að ná í súrefni heldur anda gegnum húðina. Það hefur hins vegar ýmis vandkvæði í för með sér. Þegar rignir mikið eins og á vorin, er erfitt fyrir ánamaðka að ná í súrefni í moldinni því að hún verður gegnsósa af vatni og súrefnið í henni verður bæði minna og óaðgengil...
Hvað er „að komast í hann krappan“?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...
Hvar í heiminum lifa tígrisdýr?
Útbreiðslukort tígrisdýra í heiminum í dag. Núlifandi tígrisdýrum (Panthera tigris) er skipt í fimm deilitegundir sem allar lifa í austanverðri Asíu. Deilitegundirnar eru Bengaltígrisdýrið (Panthera tigris tigris), sem finnst aðallega á Indlandi en einnig að nokkru leyti í Nepal og Bútan og örfá dýr eru á afske...
Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?
Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra. Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota ...
Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?
Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref: Karldýrið þarf að finna kvendýr. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni. Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stig...
Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...
Hvert er algengasta nafn á Íslandi?
Algengasta nafnið á Íslandi mun vera karlmannsnafnið Jón og hefur verið það um aldir. Í fyrsta manntali sem tekið var á Íslandi 1703 hét fjórði hver maður á landinu Jón. Algengasta kvenmannsnafn þá var Guðrún og hét fimmta hver kona því nafni 1703. Það hefur til skamms tíma verið algengast kvenmannsnafna. Bæði þes...
Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi?
Líta má á þetta svar sem framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru þjóðsögur og hverjir söfnuðu þeim fyrst hér á landi? Gagnlegt gæti verið fyrir lesendur að kynna sér það áður en lengra er haldið. Söfnun þjóðfræða á 19. öldMeð rómantík 19. aldar verður skráning þjóðlegs fróðleiks úr munnlegri gey...
Hvers konar ljón eru þeir sem eru samkvæmisljón?
Orðið samkvæmisljón er bein þýðing á danska orðinu selskabsløve. Það er notað um mann eða konu sem yndi hefur af því að sækja samkvæmi. Orðið er ekki gamalt í íslensku. Það virðist koma fram á prenti um miðja síðustu öld en er líklega eitthvað eldra í talmáli. Samkvæmisljón? Frekara lesefni á Vísindavefnum: Er ...
Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?
Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra: Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti ...
Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?
Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum. Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnish...
Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?
Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...
Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?
Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...
Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?
Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga. Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagu...