Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3155 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig myndast sýklalyfjaþol?

Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...

category-iconJarðvísindi

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er þróunarkenningin til?

Segja má að þróunarkenningin sé til vegna þess að sett hafi verið fram tilgáta um þróun lífsins. Þegar vísindamenn rannsaka ákveðna hluti setja þeir fram tilgátu, því næst þarf að framkvæma tilraunir eða athuganir sem annaðhvort hrekja tilgátuna eða staðfesta hana. Ef tilgátan stenst athuganir nær hún að endingu þ...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?

Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins...

category-iconHeimspeki

Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?

Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...

category-iconFélagsvísindi almennt

Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?

Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997). Nið...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?

Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...

category-iconLandafræði

Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?

District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”. Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?

Sjömílnaskór eru töfraskór þeim eiginleika gæddir að geta flutt þann sem í þeim er sjö mílur í einu skrefi. Minnið er þekkt í fjölmörgum erlendum ævintýrum og er þar talað um stígvél en ekki skó, það er sjömílnastígvélin (enska: seven-league boots, þýska: Siebenmeilenstiefel, sænska: sjömilastövlar). Elsta dæm...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Henri Becquerel?

Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...

category-iconHeimspeki

Hver var Herbert Spencer?

Herbert Spencer fæddist 27. apríl árið 1820 í borginni Derby á Englandi. Faðir hans, George, var kennari og sá hann sjálfur um menntun sonar síns fyrstu tíu ár ævi hans en eftir það tóku föðurbræður hans, William, sem einnig var kennari, og presturinn Thomas, að sér að mennta drenginn. Allir voru þeir strangir, og...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er leysiljós búið til?

Nafnið „leysir“ er hljóðlíking enska heitisins „laser“. Enska heitið er myndað úr upphafsstöfunum í lýsingu á ferlinu: „light amplification by stimulated emission of radiation“ eða „ljósmögnun fyrir tilstilli örvaðrar útgeislunar“. Þess háttar ljósmögnun er notuð til að búa til leysiljós í gasi eða föstu og fljót...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Léon Foucault?

Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...

category-iconStærðfræði

Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var fyrsta tölvan fundin upp, hver gerði það og hve öflug var hún?

Það er ekki auðvelt að segja hvaða tæki eigi að bera titilinn „fyrsta tölvan“. Vandamálið er að allt frá miðöldum höfðu menn verið að hanna sífellt fullkomnari vélrænar reiknivélar. Einn þeirra var stærðfræðingurinn, frumkvöðullinn, heimsspekingurinn, uppfinningarmaðurinn og vélaverkfræðingurinn Charles Babbage, s...

Fleiri niðurstöður