Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1345 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?

Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er klám?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsi...

category-iconHugvísindi

Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?

Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað koma upp mörg riðutilfelli á ári á Íslandi?

Baráttan gegn riðu hér á landi hefur gengið framar vonum flestra. Við upphaf baráttunnar voru fleiri en 100 bæir sýktir í 24 varnarhólfum af þeim 36 sem landinu var skipt í. Tilfellin eru nú um tvö á ári og vonir standa til þess að útbreiðslan hafi verið stöðvuð. Veikin hefur ekki fundist á nýju svæði (varnarhólfi...

category-iconLögfræði

Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað?

Já, Alþingi getur komið saman utan Reykjavíkur og sinnt hefðbundnum þingstörfum. Í 37. grein stjórnarskrárinnar segir:Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.Heimildin til að ákve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hundar orðið gamlir?

Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára. Flestir hundar...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp píanó?

Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var James Cook og hvað hvert sigldi hann?

James Cook (1728-1779) var einn mesti landkönnuður á sinni tíð. Hann sigldi yfir Kyrrahafið þvert og endilangt, fór yfir 70. breiddargráðu bæði í norðri og suðri, var fyrstur manna til þess að sigla umhverfis jörðina á mjög suðlægum slóðum, fann óþekktar eyjur, kannaði aðrar sem áður var vitað um og skildi eftir s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á landinu finnst blóðberg?

Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Montauk-skrímslið sem fannst í Bandaríkjunum?

Spyrjandi vísar hér til að sjóreknu hræi skolaði á land við Montauk-viðskiptahverfið í New York í júlí 2008. Þetta óhrjálega hræ minnti helst á einhvers konar ófreskju sem ekki á sér jarðneskan uppruna eða að minnsta kosti einhverja áður óþekkta tegund. Dýrið er fremur óárennilegt að sjá.Ýmsar sögur fóru á kreik ...

category-iconStærðfræði

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími sebrahryssa?

Sebrahestar eða sebradýr eru hófdýr af hestaætt (Equidea) sem lifa villt í Afríku. Helsta einkenni þeirra eru svartar og hvítar rendur um allan skrokkinn. Það eru til 3 tegundir af sebrahestum, sléttusebrar (Equus quagga), greifasebrar (Equus grevyi) og fjallasebrar (Equus zebra). Meðgöngutíminn hjá sebrahest...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að biðja í tungum?

Spurningin til Vísindavefsins var í fullri lengd þessi: Hvað merkir að biðja í tungum? Það er vitnað í svipað orðalag á nokkrum stöðum í Biblíunni. T.d. 1. Korintubréf 14:13-15 Líka Korintubréf 14:4. Fyrra Korintubréf, 14. kafli, vers 13–14 eru svona í nýjustu biblíuþýðingu: Biðji því sá, er talar tungum, ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve margir hafa farið til tunglsins?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...

Fleiri niðurstöður