Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1358 svör fundust
Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?
Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í...
Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...
Hvað er títrun?
Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...
Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt? Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafni...
Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?
Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna...
Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Eru til dæmi um samkynhneigð hjá íslenskum hrossum, hryssum og stóðhestum og hvernig má þá greina það? Hjá íslenskum hrossum, rétt eins og öðrum hestakynjum, þekkist samkynhneigt kynatferli, en einnig þekkjast fleiri atferlismynstur milli samkynja hrossa sem benda til sterkra ...
Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...
Af hverju geta hænur flogið og hreyft sig eftir að búið er að höggva af þeim hausinn?
Það er vel þekkt að þegar hausinn er höggvinn snögglega af hænu þá getur hún hlaupið rösklega í burtu. Það sama gildir vitanlega líka um hana! Ástæðan fyrir þessu er sú að viðbrögð í mænunni eru ennþá virk í nokkurn tíma eftir afhausunina og hænan getur þess vegna staðið og hlaupið. Hjartað slær jafnvel enn eft...
Hvað eru til mörg og hvað er hægt að setja saman mörg orð sem innihalda þríhljóða í íslensku?
Yfirleitt er ekki talað um þríhljóða í íslensku. Í Hljóðfræði Árna Böðvarssonar (Reykjavík 1979:86) er þó þessi klausa: „Til eru einnig þríhljóð, en þau eru fágæt í íslenskum framburði, þótt þau séu talin koma fyrir í samböndum eins og bági, rógi.” Með þríhljóðum er átt við sérhljóða þar sem merkjanleg breytin...
Hvaða dilk draga mál á eftir sér?
Orðasambandið eitthvað dregur dilk á eftir sér 'eitthvað hefur eitthvað slæmt í för með sér' er vel þekkt í málinu allt frá því á 18. öld. Það er ávallt notað í neikvæðri merkingu og stundum að viðbættu orðinu illan, þ.e. draga illan dilk á eftir sér. Líkingin er án efa fengin úr sveitamáli. Dilkur eða dilkla...
Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt?
Það virðist mjög einstaklingsbundið hvort fólk stamar meira eða minna þegar það talar erlend tungumál. Langalgengast er þó að stamið aukist. Þekkt er að fólk stamar meira þegar það er óöruggt eða spennt og á það einnig við hér því að flestir eru óöruggari þegar þeir eru að tala annað tungumál en sitt eigið. Hins v...
Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?
Þetta orðatiltæki heyrist gjarnan í bandarískum kvikmyndum og merkir "spyrjum að leikslokum" eða að ekki eigi að fullyrða neitt um úrslit keppni áður en hún er öll. Oft er það notað til að stappa stáli í menn til að þeir gefist ekki upp of fljótt. Upphaflega var orðatiltækið „The opera ain't over till the fat lady...
Getur verið hollt að borða myglaðan mat?
Mygla er þráðlaga sveppur eða sveppflóki, sem getur vaxið hratt og náð yfir nokkurra sentímetra svæði á stuttum tíma, um það bil tveimur til þremur dögum. Mygla er þolnari en flestar aðrar örverur og getur meðal annars vaxið við ísskápshita og í matvælum með lága vatnsvirkni. Þó ákveðnar gerðir myglusveppa séu no...
Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?
Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns. Heilkennið einkennist af endurteknum en afturk...
Hvað er að vera „forpokaður“ og hver er eiginlega uppruni orðsins? Íslensk orðsifjabók stendur hér á gati.
Sögnin að forpokast merkir að hnigna andlega, glata fjöri og áhuga samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:371) og sá sem er forpokaður er þá áhugalaus, gamaldags, oft afturhaldssamur og lítt hugsandi um nýjungar og framfarir. Uppruninn er ekki fulljós. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina forpokast er úr ritinu...