Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Luca Aceto rannsakað?

Luca Aceto er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og við Gran Sasso-rannsóknastofnunina á Ítalíu. Rannsóknir hans eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, þar á meðal má telja athugunir á rökfræði tölvunarfræðinnar, merkingafræði forritunaraðgerða (e. structural operational semantics) og samtímavinns...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að vera tekinn á teppið“?

Orðasambandið að taka einhvern á teppið er ungt í málinu og merkir að ‘skamma einhvern duglega’. Það þekkist frá síðari hluta 20. aldar. Það er fengið að láni úr ensku: to call somebody on the carpet með vísun til þess að yfirmaður kallar undirmann sinn inn á teppalagða skrifstofu sína til þess (oftast) að setja o...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?

Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?

"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur vatn látið fljótandi hraun harðna?

Öll föst efni, sem við köllum líka storku, breytast í vökva og síðan í gas ef þau eru hituð nógu mikið. Gös breytast líka í vökva eða storku og vökvi í storku ef efnið er kælt nægilega. Hraunin sem við sjáum í kringum okkur á Íslandi hafa þannig öll storknað við kælingu, yfirleitt í snertingu við loft eða vatn. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconHugvísindi

Hvernig á ég að malda í mó?

Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Hal...

category-iconFöstudagssvar

Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum. Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í ef...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?

Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?

Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...

category-iconUmhverfismál

Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?

Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...

category-iconBókmenntir og listir

Eru sögurnar um Önnu í Grænuhlíð sannsögulegar?

Barna- og unglingasagan Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables) kom fyrst út árið 1908 og er eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery, en hún er betur þekkt sem L.M. Montgomery (1874-1942). Skáldsögurnar í bókaflokknum urðu alls átta talsins og fjalla um líf Önnu á mismunandi aldursskeiðum. Sagan hefst ...

category-iconFöstudagssvar

Hvar er mest af geimskipum á Íslandi?

Í gegnum tíðina hefur Ísland fengið heilmikla athygli umheimsins vegna ýmiss konar yfirnáttúrulegra fyrirbæra sem talið er að fyrirfinnist hér á landi. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einn frægasti svikari sögunnar, Júdas, sé geymdur í Heklu. Er þetta einungis ein af fjölmörgum sögum sem tengjast Hekl...

Fleiri niðurstöður