Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Halldórssonar, sem gefin var út 1814 en skrifuð á síðara helmingi 18. aldar, er nefnt sambandið aka í móinn í merkingunni ‘að keyra út í þúfurnar’ en það er einnig sagt merkja í yfirfærðri merkingu ‘þybbast í móti einhverju’.
Tveir menn ganga í mó. Talið er að upprunalega hugsunin í orðtakinu 'maldað í mó' sé þegar menn aka út í þúfur.
Halldór Halldórsson prófesor gat sér þess til í doktorsritgerð sinni „Íslenzk orðtök“ (1954:60) að aka í móinn sé upphaflega myndin og að sú skýring sem fram komi hjá Birni Halldórssyni sé því rétt. Erfitt hefur verið að aka út í þúfurnar og til þess þarf að þybbast í móti. Þegar farið var að nota aka í móinn í yfirfærðri merkingu var stutt í að nota aðrar sagnir sem merkja ‘deila, þrasa’ og fólk tengdi frekar merkingu orðasambandsins.
Mynd: