Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1454 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?

Í sögunum um Ástrík eftir franska höfundinn René Goscinny eru þeir félagar Ástríkur og Steinríkur Gallar sem veita rómverska hernum mótspyrnu þegar Rómverjar leggja undir sig Gallíu um árið 50 f.Kr. Gallar voru keltneskir þjóðflokkar sem bjuggu þar sem nú er Frakkland, Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss og jaf...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?

Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...

category-iconHeimspeki

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...

category-iconHugvísindi

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

category-iconLögfræði

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

category-iconSálfræði

Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?

Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...

category-iconFélagsvísindi

Hafa sjónvarp, tónlistarmyndbönd og tónlist, slæm áhrif á börn og unglinga?

Þessi spurning er of víðtæk til að hægt sé að gera henni ítarleg skil á Vísindavefnum og verður hér aðeins stiklað á stóru. Frá upphafsdögum sjónvarps, upp úr 1950, hafa fræðimenn og foreldrar barna og unglinga haft áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum áhrifum miðilsins á þroska, viðhorf og hegðun ungmenna. Hefur ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn? (Ágústa Guðmundsdóttir)Hafa tölvuleikir vond áhrif á börn? Ef svo er hvers vegna? (Andrés Garðar)Eru títtnefndir bardagatölvuleikir á borð við Quake og Half-Life taldir hættulegir börnum og unglingum? (Frosti He...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?

Allir finna fyrir kvíða einhvern tíma, bæði fullorðnir og börn. Kvíði er meira að segja talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu þar sem hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur ver...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Charles Darwin?

Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...

category-iconHugvísindi

Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?

Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...

category-iconHugvísindi

Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?

Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?

Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...

category-iconHugvísindi

Þurfa börn strangtrúaðra gyðinga ekki að læra stærðfræði?

Upphafleg spurning var svohljóðandi: Þessi spurning vaknar hjá mér vegna greinar á forsíðu Morgunblaðsins 22. ágúst 2000. Þar kemur fram að börn strangtrúaðra gyðinga í Ísrael þurfa ekki að læra fög eins og stærðfræði. Hvað veldur?Flestir gyðingar í heiminum eru búsettir í tveimur löndum, Ísrael og Bandaríkjunum....

category-iconHugvísindi

Voru lítil börn á brjósti í gamla daga?

Í flestum löndum fyrr á tímum voru börn höfð á brjósti um lengri tíma. Sums staðar var þó algengt að nýfædd börn væru alls ekki lögð á brjóst eða þau væru vanin af brjósti mjög snemma. Þá var farið að gefa þeim ýmsa fljótandi og fasta fæðu strax eftir fæðingu og brjóstagjöf var þá hætt jafnvel innan nokkra vikna. ...

Fleiri niðurstöður