Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig á að þýða forskeytið cyber- á íslensku?
Hér verður rakið það sem Tölvuorðasafn frá 1998 segir um orð eða orðasambönd sem byrja á "cyber-": cybercommunity, samheiti wired community, netsamfélag cyberethics, sh. Internet ethics, siðareglur á Lýðnetinu cybernaut, sh. cyber surfer, internaut, internetter, Internet surfer, Net surfer, netizen, net...
Hvað búa margir á Íslandi? En á höfuðborgarsvæðinu?
Þann 1. desember 2007 er áætlað að á Íslandi hafi búið 312.872, en þegar þetta er skrifað (í upphafi árs 2008) liggja endanlegar tölur fyrir árið 2007 ekki fyrir. Íslendingum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum árum en árið 2007 dró úr fjölguninni. Þann 1. desember 2006 bjuggu alls 307.261 manns á Íslandi en...
Hver var meðalhagvöxtur á Íslandi á tuttugustu öld?
Á tuttugustu öld, frá 1901 til 2000, var hagvöxtur eða meðalvöxtur landsframleiðslu Íslands á raunvirði rétt tæp 4% á ári. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um því sem næst 1,3% á ári svo að landsframleiðsla á mann jókst um 2,7% á ári að raunvirði. 4% á ári virðist ef til vill ekki mikið en dropinn holar steinin...
Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?
Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(M...
Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?
Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...
Hvaðan kemur nafnið Garður á byggðarlagi á Suðurnesjum?
Garður. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði, fornum garði sem liggur frá túngarðinum á Útskálum beint yfir að túngarði á Kirkjubóli í Miðneshreppi og girðir af tána á Garðskaga. Ýmislegt bendir til þess, meðal annars örnefni eins og Akurhús og Gerðahverfi, að þar hafi verið akuryrkja og garðurinn hlaðinn t...
Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?
Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...
Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?
Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...
Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?
Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...
Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...
Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?
Sumar plöntuafurðir, eins og sojabaunir, innihalda svokölluð ísóflavón-efnasambönd sem stundum eru kölluð plöntuestrógen, því að þau líkjast estrógeni sem myndast í eggjastokkum kvenna. Estrógen, sem er samheiti yfir nokkur efnasambönd með svipaða verkun, er einnig annað aðalefnið í flestum getnaðarvarnarpillum, a...
Voru hunangsflugur á Íslandi á tímum Jónasar Hallgrímssonar?
Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var ekki síður mikilsvirtur náttúrufræðingur en skáld. Meðal annars skrifaði hann og þýddi á námsárum sínum greinar um náttúruvísindi. Jónas fór í fjölmargar rannsóknarferðir um Ísland, þá fyrstu árið 1837 þar sem hann safnaði sýnishornum og gerði ýmsar athuganir sem hann hélt til ha...
Hvað eru margir fuglar á Íslandi á veturna?
Árstíðaskipti eru mjög eindregin á Íslandi eins og víðast hvar á norðlægum slóðum. Hér á landi verpa að jafnaði ríflega 80 tegundir varpfugla og er meirihluti þeirra (47) farfuglar, annað hvort að öllu (25 tegund) eða að mestu leyti (22 tegundir). Þessir fuglar yfirgefa landið síðsumars eða á haustin og dvelja vet...
Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?
Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...
Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?
Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...