Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 590 svör fundust
Hversu áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að Vatnajökull hafi kallast Klofajökull fyrr á tímum?
Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87). Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull. Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sve...
Hver er skilgreiningin á epík, lýrik og dramatík?
Epík, lýrik og dramatík eru þrjár höfuðgreinar bókmennta. Hugtökin eru öll komin úr grísku. Hér verður einkum fjallað um upphaflega merkingu orðanna og tengsl hennar við síðari tíma, en auk þess hafa sum þeirra bætt við sig nýrri merkingu. Epík er dregið af gríska orðinu epos en frummerking þess er "það sem sag...
Hversu oft er kosið um forseta?
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...
Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?
Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...
Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra?
Netkort er notað til að tengja tölvu inn á staðarnet eða nærnet (e. Local Area Network, LAN). Tölvan verður þá ein af mörgum tölvum á staðarnetinu og getur skipst á gögnum við hinar tölvurnar, prentað á prentara, eða komist á Internetið gegnum þá tölvu staðarnetsins sem er tengd "út". Sérhver tölva á staðarnetinu...
Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?
Öll spurningin hljóðaði svona:Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? ...
Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?
Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...
Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?
Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til ...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?
Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?
Svín- í sögninni svínvirka telst til svokallaðra herðandi forliða. Margir slíkir forliðir eru notaðir í málinu, svo sem hund- í hundleiðinlegur, hundvondur, hundgamall, hundóánægður, hrút- í hrútleiðinlegur, naut- í nautheimskur, mold- í moldríkur og dauð- í dauðhræddur, dauðþreyttur, dauðlúinn. Líklegt er að d...
Hvað er réttarregla?
Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...
Hvað er stóuspeki? - Myndband
Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...
What is the origin of the Icelandic language?
Icelandic belongs to the branch of the original indo-European known as Germanic. The Germanic languages divided early into three sub families: East Germanic is considered to comprise only one language, Gothic, which was spoken by the ancient race of Goths, and is now extinct. Sources about this can be found...