Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?

Baldur S. Blöndal

Öll spurningin hljóðaði svona:
Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? Með fyrirfram þökk, Thorunn

Um notkun bókmenntaverka eða listverka gilda höfundalög nr. 73/1972. Samkvæmt 43. gr. þeirra helst höfundaréttur uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótun eftir lát höfundar. Kvæðið „Krummi svaf í klettagjá“ er eftir Jón Thoroddsen sem er þekktastur fyrir skáldsögurnar tvær Piltur og stúlka og Maður og kona. Jón Thoroddsen lést árið 1868 og því rann höfundaréttur hans yfir vísunni út 1939.

Kvæðið „Krummi svaf í klettagjá“ er eftir Jón Thoroddsen. Höfundaréttur vísunnar er fallinn úr gildi en sæmdarréttur hugverka helst um ókomna tíð.

Svonefndur sæmdarréttur á einnig við um höfundaverk og samkvæmt 1. mgr. 53. gr. höfundalaga gildir hann þó höfundaréttur sé útrunninn. Notkun á ljóðinu sem spyrjandi nefnir er því aðeins heimil svo lengi sem sæmdarréttar er gætt. Í sæmdarrétti felst að birta skuli nafn höfundar á eintökum verksins þegar það er birt, ásamt því að óheimilt sé að breyta eða birta verkið með þeim hætti, eða í því samhengi, að það geti skert höfundaheiður eða höfundasérkenni. Þessi áskilnaður er fremur almennt orðaður og yrði því ólíklega beitt til að takmarka tjáningarfrelsi listamanns sem hyggst nýta sér verk annarra í eigin listsköpun. Notkun setningarinnar er því lögleg ef ofangreindum kröfum sæmdarréttarins er fylgt.

Um þjóðsögur er það að segja að vegna aldurs þeirra eru þær ekki höfundaréttarvarðar nema að sæmdarréttinum til.

Mynd:
  • Atli Harðarson. Krummi - Flickr. (Sótt 18.03.2021). Birt undir CC BY-ND 2.0-leyfinu.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

13.4.2021

Spyrjandi

Thorunn Sif

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81416.

Baldur S. Blöndal. (2021, 13. apríl). Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81416

Baldur S. Blöndal. „Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má ég nota ljóðlínuna „krummi svaf í klettagjá...“ í minni listsköpun?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? Með fyrirfram þökk, Thorunn

Um notkun bókmenntaverka eða listverka gilda höfundalög nr. 73/1972. Samkvæmt 43. gr. þeirra helst höfundaréttur uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótun eftir lát höfundar. Kvæðið „Krummi svaf í klettagjá“ er eftir Jón Thoroddsen sem er þekktastur fyrir skáldsögurnar tvær Piltur og stúlka og Maður og kona. Jón Thoroddsen lést árið 1868 og því rann höfundaréttur hans yfir vísunni út 1939.

Kvæðið „Krummi svaf í klettagjá“ er eftir Jón Thoroddsen. Höfundaréttur vísunnar er fallinn úr gildi en sæmdarréttur hugverka helst um ókomna tíð.

Svonefndur sæmdarréttur á einnig við um höfundaverk og samkvæmt 1. mgr. 53. gr. höfundalaga gildir hann þó höfundaréttur sé útrunninn. Notkun á ljóðinu sem spyrjandi nefnir er því aðeins heimil svo lengi sem sæmdarréttar er gætt. Í sæmdarrétti felst að birta skuli nafn höfundar á eintökum verksins þegar það er birt, ásamt því að óheimilt sé að breyta eða birta verkið með þeim hætti, eða í því samhengi, að það geti skert höfundaheiður eða höfundasérkenni. Þessi áskilnaður er fremur almennt orðaður og yrði því ólíklega beitt til að takmarka tjáningarfrelsi listamanns sem hyggst nýta sér verk annarra í eigin listsköpun. Notkun setningarinnar er því lögleg ef ofangreindum kröfum sæmdarréttarins er fylgt.

Um þjóðsögur er það að segja að vegna aldurs þeirra eru þær ekki höfundaréttarvarðar nema að sæmdarréttinum til.

Mynd:
  • Atli Harðarson. Krummi - Flickr. (Sótt 18.03.2021). Birt undir CC BY-ND 2.0-leyfinu.
...