Má nota íslenskar þjóðsögur og vísur sem hluta í myndverki? Eða er það varið höfundarrétti? Og ef það má nota það, eru þá reglur um hvort nota má bara hluta? Mig langar að nota til dæmis setninguna “krummi svaf í klettagjá, kaldri vetrarnóttu á” en ekkert meir af þeirri vísu. Má það? Með fyrirfram þökk, ThorunnUm notkun bókmenntaverka eða listverka gilda höfundalög nr. 73/1972. Samkvæmt 43. gr. þeirra helst höfundaréttur uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótun eftir lát höfundar. Kvæðið „Krummi svaf í klettagjá“ er eftir Jón Thoroddsen sem er þekktastur fyrir skáldsögurnar tvær Piltur og stúlka og Maður og kona. Jón Thoroddsen lést árið 1868 og því rann höfundaréttur hans yfir vísunni út 1939.

Kvæðið „Krummi svaf í klettagjá“ er eftir Jón Thoroddsen. Höfundaréttur vísunnar er fallinn úr gildi en sæmdarréttur hugverka helst um ókomna tíð.
- Atli Harðarson. Krummi - Flickr. (Sótt 18.03.2021). Birt undir CC BY-ND 2.0-leyfinu.