Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1336 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?

Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafeldsneyti?

Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...

category-iconJarðvísindi

Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?

Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað eru ástarbréf og er fólk hætt að senda þau?

Ástarbréf eru tjáning tilfinninga og sérstök bókmenntagrein. Eðli þeirra og orðfæri hefur breyst í tímans rás og tekur alltaf mið af stað og stund, það er að segja þeim tíma og því menningarlega samhengi sem elskendurnir búa í. Almennt séð eru ástarbréf mikilvægur liður í því að skapa tilfinningalega nánd, kvei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?

Auðvelt er að reikna út hvað 10 m/s er mikill hraði í km/klst eða km/h; 'h' er alþjóðleg skammstöfun fyrir klukkustund (samanber frönsku 'heure' og ensku 'hour'). Við vitum að í einum kílómetra eru 1000 metrar og í klukkustund eru 3600 sekúndur. Því reiknum við:10 m/s · 3600 s/h · 0,001 km/m = 36 km/h.Þennan útrei...

category-iconStærðfræði

Ef tvær stæður stefna á óendanlegt og maður deilir annarri í hina, er útkoman þá einn? Sem sagt er óendanlegt deilt með óendanlegu jafnt og einn?

Svarið er nei. Útkoman getur svo sem verið 1 en hún getur líka verið margt annað, bæði einhver tiltekin tala og líka 0 eða óendanlegt. Þetta fer eftir því hverjar stæðurnar eru og hvernig þær stefna á óendanlegt hvor um sig. Ef við vitum ekkert um stæðurnar eða þær eru með öllu óvenslaðar getum við ekkert sagt u...

category-iconLæknisfræði

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

category-iconEfnafræði

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna frýs vatn?

Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnuna Vestu?

Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergrei...

category-iconEfnafræði

Hvað er felling, botnfall og lausn?

Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Dóu Vestur-Íslendingar í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar?

Svarið við spurningunni er já. Allmargir Vestur-Íslendingar dóu í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar, allir á vesturvígstöðvunum í Belgíu og Norður-Frakklandi. Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Upplýsingar eru til um 1.245 Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stríðinu. A...

category-iconHugvísindi

Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?

SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum. Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Al...

Fleiri niðurstöður