Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1973 svör fundust
Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...
Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?
Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orka...
Hvers vegna er stærðfræði námsefni?
Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, s...
Hvað er rétttrúnaðarkirkja?
Leiðtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluðust patríarkar sem þýðir í raun eins konar æðstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá þriðji í Antíokkíu og hinn fjórði í Konstantínópel þar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnaði hver sínu svæði Rómaveldis og þar með kirkjunnar. Patríarkinn í Róm nefn...
Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...
Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?
Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangels...
Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?
Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til ...
Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...
Af hverju myndast hvítar rákir á eftir þotum og geta þessar rákir haft áhrif á veðurfar?
Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð. Flugslóði, öðru nafni kotra, myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast lofti sem er kalt og ómettað. Flugslóðar myndast því á svipaðan hátt og f...
Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?
Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...
Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.' En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?
Á 9. öld þegar Ísland byggðist voru mjög fáir rúnasteinar reistir í Skandinavíu. Þegar yngra rúnaletrið var tekið í notkun um 800 virðist einnig siðurinn að reisa steina hafa að mestu horfið um sinn. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar: Röksteinnin á Austur-Gautlandi og Sparlösasteinnin á Vestur-Gautlandi reistir...
Hafa refir einhvern tíma verið í Færeyjum og þá af hvaða stofni?
Eftir því sem best er vitað hafa villtir refir aldrei lifað í Færeyjum. Talið er að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til eyjanna hafi þar ekki verið nein landspendýr. Einu hryggdýrin voru fuglar en fuglalíf eyjanna er afar fjölskrúðugt og hefur einnig verið svo fyrir um 1.400 árum þegar menn komu til eyjanna. ...
Hvernig virkar tölvumús?
Upprunalega spurningin var: Þegar maður er með geislamús og hreyfir músina þá hreyfist örin á skjánum líka. Hvernig virkar þessi geisli og er sama hvernig ljósaperan er á litinn? Tölvumús þjónar því hlutverki að færa bendil til á tölvuskjánum. Mýsnar voru vélrænar fram að síðustu aldamótum en síðan tóku "ljósk...
Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?
Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka eins...