Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1390 svör fundust
Hver var Guðmundur Kjartansson og hvert var framlag hans til jarðfræðinnar?
Guðmundur Kjartansson (1909–1972)[1] var prestssonur, fæddur að Hruna í Hrunamannahreppi og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Gagnfræðaprófi lauk hann frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og stúdentsprófi frá MR 1929. Náttúrufræðikennari við MR var þá Guðmundur G. Bárðarson, áhuga- og áhrifamaður mikill um náttúruvís...
Hvað er gervigreind?
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...
Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?
Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...
Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?
Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...
Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?
Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...
Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...
Hvernig voru logratöflur búnar til fyrir daga tölvunnar?
Bæði í verkum síðmiðalda og í verkum Arkímedesar (287 – 212 f. Kr.) má sjá þess merki að menn hafa tekið eftir því að samlagning veldisvísa tiltekinnar tölu, til dæmis 2, samsvarar margföldun talnanna. Dæmi um það gæti til dæmis verið 25·27 = 32·128 = 4096, en einnig mætti reikna 25·27 = 25+7 = 212 = 4096. Margfö...
Hvað er saga?
Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...
Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?
Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...
Af hverju verða stökkbreytingar?
Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...
Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?
Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...
Hvenær var byrjað að setja skóinn út í glugga og hvaðan kemur sá siður?
Sá siður að setja skóinn út í glugga er margra alda gamall og tengist sögunni um heilagan Nikulás. Á 3. og 4. öld eftir Krist var uppi maður að nafni Nikulás. Hann er talinn fæddur árið 280 í borginni Patara í Lýkíu, þar sem nú er Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Barn að aldri missti hann foreldra sína og ólst þv...
Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?
Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...
Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...
Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?
Hafa skal í huga að mestur hluti þeirrar olíu sem berst í hafið kemur af landi og á það bæði við um tíðni og heildarmagn. Næst að tíðni og umfangi eru óhöpp sem verða við meðhöndlun olíu fyrir skip, bæði lestun og losun. Stærstu einstöku óhöppin sem vekja mesta athygli verða hins vegar þegar skip farast, stranda e...