Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2154 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?

Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...

category-iconMannfræði

Hvenær varð hvíti maðurinn til?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur lofttæmi lyft loftskipi eins og vetni?

Svarið er já að því leyti að það er vel hægt að hugsa sér að lofttæmt ílát eða loftskip geti lyfst frá jörðu. Hins vegar höfum við prófað að leita að vacuum balloons á veraldarvefnum og niðurstöður þeirrar leitar benda til þess að mönnum hafi ekki tekist að smíða slíkt ílát og muni jafnvel aldrei takast það. Um...

category-iconLæknisfræði

Hvernig getur klamydía smitast?

Klamydíusýking orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Á tímabili jókst tíðni sjúkdómsins töluvert og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr fjölda nýrra tilfella á allra síðustu árum....

category-iconLæknisfræði

Hvað er eyrnabólga barna?

Miðeyrnabólga, sem í daglegu tali kallast eyrnabólga, er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríusýkingar og er hún mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Miðeyrað er loftfyllt holrúm á milli hljóðhimnunnar og innra eyrans. Kokhlustin er loftrás sem liggur á milli miðeyrans og nefkoksins og sér til þe...

category-iconLandafræði

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa? Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun? Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi ...

category-iconLögfræði

Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?

Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?

Geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Challenger var þá í um 14 km hæð yfir jörðu og á næstum tvöföldum hljóðhraða, eða 2040 km hraða á klukkustund. Um borð í ferjunni voru sjö geimfarar; fimm karlar og tvær konur, þeirra á meðal Christa McAuliffe ...

category-iconFöstudagssvar

Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?

Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er einhverju dælt niður í stað þeirrar olíu sem kemur upp við dælingu? Hvað verður um allt það tómarúm sem myndast þegar að milljónum tunna af olíu er dælt upp á yfirborðið? Hefur olía einhvern tilgang neðanjarðar, þarf hún ekki að vera þar að einhverri ástæðu? Eða er hún algjör...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Fæðast sniglar með skel?

Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?

Fóstur í móðurkviði þroskast innan í líknarbelgnum sem er fullur af legvökva og er staðsettur inni í legi móðurinnar. Fóstrið þroskast því inni í vökvafylltu rými þar sem loft kemst ekki að. Loftskipti fóstursins fara fram í gegnum blóðrás móður, en þaðan fær það einnig næringu sína. Raddböndin byrja að þroskas...

Fleiri niðurstöður