Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8708 svör fundust
Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?
Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...
Hefur endorfín sömu áhrif og vímuefni á líkamann?
Endorfín er stytting á enska hugtakinu endogenous morphine sem þýtt hefur verið sem innrænt morfín vegna þess að það myndast í heila og hefur efnafræðilega byggingu sem svipar til morfíns og annarra ópíata. Að minnsta kosti 18 efnasambönd hafa fundist í þessum flokki, auk svokallaðra enkefalína sem myndast einnig ...
Hvað er hringmunni?
Þróunarfræðingar telja hringmunna (Cyclostomata) vera frumstæðasta hóp hryggdýra. Hringmunnar tilheyra hópi vankjálka (Agnatha) og þó að þeir séu oft flokkaðir með fiskum skera þeir sig frá þeim á margan hátt. Aðalmunurinn liggur í framangreindum skorti á kjálkum en einnig hafa hringmunnar hvorki beinkenndar tennu...
Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu?
Stjórnmálaflokkar eru ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum. Þeir hafa líka oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessari merkingu eru hugtökin stjórnmálaflokkur og stjórnmálahreyfing notuð á víxl yfir það sama. Þegar talað er um stjórnmálahreyfingar...
Hvenær og hvernig verður heimsendir?
Vísindavefnum berast oft spurningar um heimsendi. Nýlega höfðu til að mynda margir áhyggjur af heimsendi sem ætti að verða árið 2012 vegna þess að þá tekur dagatal Maya enda. Ýmsar kenningar eru í gangi um hver konar heimsendir væri þá í vændum og í svari við spurningunni Verður heimsendir árið 2012? segir meðal a...
Eru hákarlar með heitt blóð?
Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Eru mörgæsir með kalt blóð? kemur fram að í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þ...
Hvernig læra börn að nota tungumálið?
Máltaka barna er flókið fyrirbæri en til einföldunar má segja að börn læri að nota tungumálið með því að kenna sér það sjálf! Sigríður Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um máltökuna í svari við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?Börn læra ekki málið með því að endurtaka eins og páfagaukar það sem ful...
Hvaða fuglar búa á norðurpólnum?
Á norðurpólnum, nyrsta punkti jarðar, er ekkert land heldur aðeins haf sem þakið er ís allan ársins hring. Dýralíf á norðurpólnum er afar fátæklegt og eflaust má dvelja þar lengi án þess að sjá nokkuð kvikt. Hvítabirnir (Ursus maritimus) fara sjaldnar norður fyrir 82° N vegna lítils fæðuframboðs. Þó hafa hvíta...
Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...
Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi?
Blettatígur (Acinonyx jubatus), tígrisdýr (Panthera tigris) og flest önnur kattardýr sem hafa verið rannsökuð eru með sömu litningatölu, 2n=38. Tegundir sem víkja frá þeirri reglu hafa litningatöluna 2n=36. Sami litningafjöldi í skyldum tegundum er venjulega merki um að þau geti átt lífvænleg afkvæmi innbyrðis þót...
Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?
Gíraffinn hefur ekki sjö hjörtu heldur, líkt og önnur spendýr, aðeins eitt hjarta sem sér um að dæla blóði um líkamann. Þó eru til dýr sem hafa fleiri en eitt hjarta. Meðal annars eru það liðdýr (annelida) sem hafa svokölluð pípuhjörtu (e. tubular hearts). Þessi hjörtu eru ólík þeim hjörtum sem spendýr bera í...
Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?
Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar. Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberan...
Hvað eru sáðskipti?
Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn. Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snú...
Hvað eru mörg prósent fugla ekki með fjaðrir?
Sameiginlegt einkenni allra núlifandi fuglategunda er fjaðurhamurinn. Þær tegundir fugla sem eru ófleygar hafa meira að segja oft mjög skrautlegan og fallegan fjaðurham. Þetta á til dæmis við um strúta, kívífugla og jafnvel mörgæsir. Þó lifnaðarhættir mörgæsa eigi meira skylt við sjávarspendýr en fugla háloftanna,...
Er til tíð í íslensku sem heitir skildagatíð?
Lengi vel voru tíðir í íslensku taldar átta en málfræðingar telja tíðir nú aðeins tvær, nútíð og þátíð. Til þess að tákna eitthvað sem hefur gerst eða mun gerast er notuð samsett sagnbeyging með hjálparsögnunum hafa og munu. Í eldri málfræðibókum var skildagatíð talin sérstök tíðbeygingarmynd. Um er að ræða or...