Önnur tegund hringmunna sem hefur fundist hér við land er slímállinn (Myxine glutinosa) sem tilheyrir slímálaætt (Myxinidae). Þessi tegund finnst á tempruðum svæðum heimsins þar sem sjávarhiti fer ekki yfir 13°C. Þeir grafa sig oft í sjávarbotninn og virðast mjög hændir að honum, þar sem þeir leita að hræjum sem hafa sokkið niður á hann. Slímálar geta verið miklar plágur á netafisk. Hringmunnar draga nafn sitt af kjafti sínum. Þeir hafa aðeins op en ekki kjálkabyggingu líkt og öll önnur hryggdýr. Fæðuopið er hringlaga og í kringum það eru ótal krókar sem minna helst á tennur. Hringmunnar nota hárbeitta krókana til að rispa fiskinn eða hvalinn sem þeir ráðast á og þeir hafa mikinn sogkraft. Heimildir og myndir:
- Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Fjölvi. Reykjavík.
- Filin.km.ru
- Florida Museum of Natural History
- Swimming in the Sea Lamprey