Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær og hvernig verður heimsendir?

JGÞ

Vísindavefnum berast oft spurningar um heimsendi. Nýlega höfðu til að mynda margir áhyggjur af heimsendi sem ætti að verða árið 2012 vegna þess að þá tekur dagatal Maya enda. Ýmsar kenningar eru í gangi um hver konar heimsendir væri þá í vændum og í svari við spurningunni Verður heimsendir árið 2012? segir meðal annars:
Þessar heimsendaspár bera frekar vitni um frjótt hugmyndaflug kenningasmiða sinna en raunveruleg endalok heimsins. [...] Þó kjarnorkustríð gæti vissulega eytt mannkyninu eru engar vísbendingar um að það sé líklegra nú en áður; segulpólarnir hafa oft skipt um stöðu, síðast fyrir um 800.000 árum, án þess að hafa teljanleg áhrif á sögu lífs á jörðinni; það eru hverfandi líkur á að risapláneta á sporbraut um sólina hafi dulist augum manna síðustu þúsund ár; og vegna þess að jörðin snýst um sólina eru jörðin, sólin og miðja vetrarbrautarinnar í beinni línu tvisvar á ári, og hingað til hefur það ekki haft heimsendi í för með sér.
Eins hafa margir haft áhyggjur af tilraunum vísindamanna hjá CERN með sterkeindahraðal en um hann er nánar fjallað í svari við spurningunni Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?

Eftir því sem við best vitum er ekki von á heimsendi í bráð en þess má þó geta að vísindamenn telja að vetnisforði sólarinnar muni duga í um 5 milljarða ára í viðbót. Það er mjög langur tími í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Hvenær deyr mannkynið? Hvenær deyr sólin? segir þetta um endalok sólarinnar:
Samkvæmt þeirri þekkingu sem vísindamenn hafa aflað sér um æviferla sólstjarna er ljóst að ekki þarf um þessar mundir að hafa áhyggjur af endalokum sólar. Þegar þar að kemur, eftir óralangan tíma, má búast við að afkomendur okkar verði svo langt komnir á þróunarbrautinni að þeir nái að flytjast til annars sólkerfis í tæka tíð.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Spyrjandi

Daníel Ómar Guðmundsson, f. 1993, Viðar Gauti Önundarson, f. 1997, Ásdís Birta Árnadóttir, f. 1997, Almar Hólm Axelsson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvenær og hvernig verður heimsendir?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49331.

JGÞ. (2008, 30. september). Hvenær og hvernig verður heimsendir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49331

JGÞ. „Hvenær og hvernig verður heimsendir?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49331>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær og hvernig verður heimsendir?
Vísindavefnum berast oft spurningar um heimsendi. Nýlega höfðu til að mynda margir áhyggjur af heimsendi sem ætti að verða árið 2012 vegna þess að þá tekur dagatal Maya enda. Ýmsar kenningar eru í gangi um hver konar heimsendir væri þá í vændum og í svari við spurningunni Verður heimsendir árið 2012? segir meðal annars:

Þessar heimsendaspár bera frekar vitni um frjótt hugmyndaflug kenningasmiða sinna en raunveruleg endalok heimsins. [...] Þó kjarnorkustríð gæti vissulega eytt mannkyninu eru engar vísbendingar um að það sé líklegra nú en áður; segulpólarnir hafa oft skipt um stöðu, síðast fyrir um 800.000 árum, án þess að hafa teljanleg áhrif á sögu lífs á jörðinni; það eru hverfandi líkur á að risapláneta á sporbraut um sólina hafi dulist augum manna síðustu þúsund ár; og vegna þess að jörðin snýst um sólina eru jörðin, sólin og miðja vetrarbrautarinnar í beinni línu tvisvar á ári, og hingað til hefur það ekki haft heimsendi í för með sér.
Eins hafa margir haft áhyggjur af tilraunum vísindamanna hjá CERN með sterkeindahraðal en um hann er nánar fjallað í svari við spurningunni Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?

Eftir því sem við best vitum er ekki von á heimsendi í bráð en þess má þó geta að vísindamenn telja að vetnisforði sólarinnar muni duga í um 5 milljarða ára í viðbót. Það er mjög langur tími í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Hvenær deyr mannkynið? Hvenær deyr sólin? segir þetta um endalok sólarinnar:
Samkvæmt þeirri þekkingu sem vísindamenn hafa aflað sér um æviferla sólstjarna er ljóst að ekki þarf um þessar mundir að hafa áhyggjur af endalokum sólar. Þegar þar að kemur, eftir óralangan tíma, má búast við að afkomendur okkar verði svo langt komnir á þróunarbrautinni að þeir nái að flytjast til annars sólkerfis í tæka tíð.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....