Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5529 svör fundust
Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag. Sennilega...
Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...
Af hverju er loftið ósnertanlegt?
Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...
Hvað er stokkhólmsheilkenni?
Stokkhólmsheilkennið er hugtak sem vísar til jákvæðs tilfinningasambands gísls við gíslatökumann sinn. Það var sænski geðlæknirinn Nils Bejerot (1921-1988) sem skilgreindi hugtakið fyrstur árið 1973, þegar hann aðstoðaði sænsku lögregluna að upplýsa bankarán sem var framið í Kreditbanken í Stokkhólmi sama ár. Bank...
Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?
Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd. Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndu...
Hvað í ósköpunum er eðlismassi?
Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna. Eðlismass...
Hvað er grettistak?
Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?
Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...
Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?
Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum). Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-93...
Hvað éta höfrungar?
Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...
Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?
Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...
Fyrir hvað stendur J. í Homer J. Simpson?
Samkvæmt viðtali við skapara Simpsons-teiknimyndanna, Matt Groening, stendur J-ið fyrir millinafnið Jay. Þetta kemur fram í þættinum „D'oh-in' in the Wind“ í 10. seríu þáttanna (og ber númerið AABF02) þar sem Homer grefur upp hippafortíð móður sinnar. Brandarinn felst í því að á ensku heitir stafurinn „j“ einfaldl...
Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?
Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita). ...
Hvað getur þú sagt mér um eyjuna Tokelau?
Tokelau samanstendur af þremur kóralhringrifum (e. atoll) í Suður-Kyrrahafi, nokkurn veginn miðja vegu á milli Hawaii og Nýja Sjálands. Í hverju hringrifi er nokkur fjöldi smárra eyja eða hólma en samtals er flatarmál Tokelau um 12 km2. Hringrifin standa lágt og ná ekki nema 2-5 metra yfir sjávarmál. Nyrst er Ataf...
Er vitað hvaðan spænska veikin kom?
Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þe...