Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1355 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?

Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?

Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kjarnorkugeislun og hvernig fær maður hana?

Kjarnorka er ein tegund orku og nafnið fær hún af því að upptök hennar eru í kjörnum atóma. Að þessu leyti er kjarnorka ekkert öðruvísi en til dæmis efnaorka í bensíni sem verður til þegar sameindir í bensíninu rofna, taka til sín súrefni og atómin raða sér síðan aftur upp í minni sameindir. Í kjarnorkuverum er ke...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu mörgæsir búið í Bolungarvík?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju þurfa mörgæsir að lifa í kulda? Gætu þær búið í Bolungarvík? Mörgæsir þurfa alls ekki að lifa í kulda. Ólíkt því sem margir halda þá lifa mörgæsir ekki aðeins á köldum úthafseyjum suðurhafanna og á Suðurskautslandinu, heldur finnast stofnar einnig á Nýja-Sjálandi, í...

category-iconLandafræði

Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er það sem greinir eyju frá landi?Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa? Af hverju er Ástralía ekki eyja?Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja? Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru ...

category-iconJarðvísindi

Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?

Í örstuttu máli er svarið við þessari spurningu það að svo fremi að sýnið sem greint er sé réttur fulltrúi þess atburðar sem aldursákvarða átti, að rétt sé staðið að öflun og úrvinnslu sýna, og að fullt tillit sé tekið til skekkjuvalda, eru þessar greiningar áreiðanlegar, en þó ævinlega innan vissra skekkjumarka. ...

category-iconEfnafræði

Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...

category-iconEfnafræði

Er hlutfall gastegunda í andrúmsloftinu alls staðar það sama?

Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Við sjávarmál og við eina loftþyngd og 15°C eru hlutföll þessara gastegunda í andrúmsloftinu þau sömu um allan heim (sjá töflu). Tafla sem sýnir samsetningu lofthjúpsins (án vatnsgufu) við sjávarmál, við eina loftþyngd og 15°C ásamt bræðslumarki og suðumarki ...

category-iconEfnafræði

Er hægt að eima sjó þannig að vatnið verði drykkjarhæft?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um sjó og eimingu og þeim er öllum svarað hér: Hvernig getur maður búið til ferskt vatn út sjó? Hvers vegna er ekki hægt að breyta sjó í drykkjarhæft ástand (hreint vatn)? Hvernig er hægt að hreinsa sjó og gera að ferskvatni? Ef ég er staddur á fleka á mið...

category-iconStærðfræði

Hvenær barst metrakerfið til Íslands?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær barst metrakerfið til Íslands, hvernig barst það til Íslands og hvers vegna? Metrakerfið er upprunnið á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og var formlega tekið í notkun í Frakklandi árið 1795. Það var andsvar við mörgum og ólíkum kerfum mælieininga sem oll...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?

Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...

category-iconJarðvísindi

Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?

Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...

category-iconJarðvísindi

Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru líkur á því að sjávaryfirborð muni hækka t.d. í kringum Seltjarnarnesið þannig að það ógni byggð? Hafa verið byggðir eða stendur til að byggja flóðgarða til að sporna við slíku þar eða hér á landi? Stutta svarið er að ekki hefur verið nógu mikið gert á höfuðborgarsvæði...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er fæðukeðja hafsins?

Hafið þekur rétt rúmlega 70% af yfirborði jarðar og hafsvæðið innan efnahagslögsögu Íslands er um 800 þúsund ferkílómetrar en Ísland sjálft er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar. Þetta svar mun byggjast á þeim fæðukeðjum eða öllu heldur fæðuvef eins og við þekkjum hann og vistkerfi sjávarins í sem heilsteyptastri...

Fleiri niðurstöður