Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1631 svör fundust
Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?
Fyrir um áratug skall á heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur sem fékk nafnið svínainflúensan þar sem veiran sem olli sýkingunni (e. pandemic H1N1/09 virus, eða til einföldunar H1N1-inflúensuveira) var um margt lík inflúensuveiru sem fannst meðal annars í svínum. Meðan á faraldrinum stóð 2009 – 2010 var hrundið a...
Hvernig hljóða lögmál Keplers?
Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...
Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?
Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...
Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...
Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?
Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...
Hversu margir bæir eða þorp á Íslandi standa fjarri sjó?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru margir bæir/þorp á Íslandi sem eru ekki við sjó? Að baki orðunum bær og þorp liggja ekki skýrar skilgreiningar, það er ekkert sem segir hvenær húsaþyrping verður að þorpi eða bæ. Hér þarf því að byrja á að ákveða hvaða merkingu á að leggja í orðin. Ein leið e...
Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?
Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....
Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur?
Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út ráðleggingar um hvernig beri að skilgreina hugtakið innflytjandi. Tilgangurinn er að samræma skilning þeirra sem setja fram tölur fyrir einstök lönd. Áhersla er á að skilgreina hugtakið „international migrant“ sem þýða má sem farandmaður eða innflytjandi. Orðið „farandmaður“ nær i...
Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...
Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?
Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hvert er efnahagslegt tjón vegna COVID-19?
Veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina hefur nú þegar haft veruleg efnahagsleg áhrif og mun fyrirsjáanlega hafa það áfram þótt erfitt sé að sjá fyrir hve lengi. Viðbrögðin við faraldrinum hafa verið mjög mismunandi eftir löndum en þó yfirleitt falið í sér verulegar takmarkanir á ferðum og samkomum fólks. Þet...
Hvað getið þið sagt mér um pílagrímsför múslima?
Íslamstrú kveður á um það að til að teljast skyldurækinn múslimi þurfi að fara eftir fimm kjarnareglum. Þessar fimm reglur eru einnig nefndar fimm stoðir íslam. Þær eru eftirfarandi:Shahadah, sem er trúarjátning múslima.Salat, bænirnar sem múslimar fara með fimm sinnum á dag.Zakat, skylda múslima til að gefa hluta...
Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...
Hvað er vetrarbrautin okkar stór?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar er sólkerfið okkar í stjörnuþokunni? (Guðmundur Harðarson, f. 1989)Get ég séð einhverja vetrarbraut á jörðu? Af hverju? (Ásta Magnúsdóttir, f. 1984) Sólin okkar myndar ásamt meira en 100 milljörðum annarra stjarna, stóra þyrpingu sem við nefnum Vetrarbraut. ...