Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 155 svör fundust
Verður Leoníta-loftsteinaregnið sýnilegt frá Íslandi, 18. nóvember?
Svarið er tvímælalaust já, ef veður leyfir. Skömmu eftir miðnætti dagana 17. til 19. nóvember, þegar stjörnumerkið Ljónið er fyrir ofan sjóndeildarhringinn hér á landi, mun Leoníta-loftsteinaregnið, eða loftsteinadrífan, gera vart við sig. Talið er að regnið nái hámarki hjá okkur aðfaranótt 19. nóvember, milli klu...
Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?
Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...
Af hverju er bannað að syngja við matarborðið?
Það er viðtekin hjátrú víða um lönd að ólánsmerki sé að syngja við matarborðið, jafnvel feigðarboði. Hér á landi er þessi hjátrú vel þekkt og stundum sagt að þá séu menn að syngja sult í bæinn. Í enskumælandi löndum er höfð yfir eftirfarandi vísa: If you sing at your table and dance by your bed you'll have no ...
Hvað er sólin með marga geisla?
Sólin er lýsandi hnöttur úti í geimnum og geislar frá sér ljósi, varma og annarri orku nokkurn veginn jafnt í allar áttir. Ef við horfum bara á sólina "í því ljósi", það er að segja á þennan hátt, þá mundi okkur trúlega aldrei detta í hug að tala um "sólargeisla"!? Þegar himinninn er heiðskír og sólin skín þá s...
Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?
Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...
Af hverju falla snjóflóð?
Aðrir spyrjendur eru: Pálmi Þorgeir Jóhannsson, Hjalti Snær, Hákon Gunnarsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Eva Sandra og Unnur Rún Sveinsdóttir. Snjóflóðum er gjarnan skipt í tvo flokka: Lausasnjóflóð og flekaflóð. Bæði lausa- og flekaflóð orsakast af því að skerspenna (tog undan halla samsíða hlíðinni vegna þyngdaraf...
Af hverju dregur oft fyrir sólu síðdegis á sólríkum góðviðrisdögum í Reykjavík?
Í Reykjavík er að meðaltali mjög skýjað og dægursveifla skýjahulunnar er lítil. Skýjahula er metin í áttunduhlutum himinhvolfs, sé alskýjað er hulan 8, en í heiðskíru er hún 0. Meðalskýjahula í Reykjavík í júlímánuði er mest kl. 3 að nóttu, 6,4 áttunduhlutar, en minnst 5,9 áttunduhlutar síðdegis, kl. 15 og kl. ...
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Hver er munurinn á skreið og harðfiski?
Bæði harðfiskur og skreið er fiskur sem búið er að þurrka. Á árum áður voru hugtökin harðfiskur eða hertur fiskur notuð um allan þurrkaðan fisk, þar meðtalda skreið. Nú er hins vegar merkingarmunur á þessu tvennu. Þegar rætt er um skreið nú á tímum er átt við hausaðan, slægðan og þurrkaðan bolfisk. Algengast er...
Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram? Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar. Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey m...
Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?
Talið er að u-innskotið, svokallað stoðhljóðsinnskot þegar fiskr, fegrð verða að fiskur, fegurð, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar samkvæmt dæmum í íslenskum miðaldahandritum og hefðbundin skoðun var lengi að innskotið hefði verið gengið yfir undir lok 14. aldar. Yngri dæmi sýndu aðeins íhaldssemi skrifara...
Hvernig er veðurfar í Ástralíu?
Árstíðum í Ástralíu er öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar, það er þegar vetur er hér á landi er sumar í Ástralíu og öfugt. Oft er talað um að sumarið sé í desember, janúar og febrúar en veturinn í júní, júlí og ágúst. Ástralía er sjötta stærsta land jarðar að flatarmáli en eins og oft með stærri lönd g...
Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918
Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...
Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?
Pýþagóras fæddist á eyjunni Samos og ól þar aldur sinn til fertugs eða svo, er hann fór þaðan vegna harðstjórnar og settist að í nýlenduborginni Króton syðst á Ítalíu, en hún var þá frægust borga þar um slóðir. Samtíðarmenn Pýþagórasar litu margir á hann sem vitring og hann kom sér fljótlega upp hópi lærisvein...
Er munur á bensíneyðslu bíls eftir því hvort hann fer norður yfir Holtavörðuheiðina eða suður?
Spurningin í heild var svona:Er munur á bensíneyðslu bíls sem fer norður yfir Holtavörðuheiðina eða suður? -- Gefið að það sé ómarktækur vindur og bílnum er haldið á sama hraða báðar leiðir.Þetta er góð og forvitnileg spurning. Forsendan um sama hraða báðar leiðir er raunhæf; hægt er nú á dögum að aka þessa leið a...