Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er veðurfar í Ástralíu?

Benedikt Jens Arnarsson og Óttar Snær Yngvason

Árstíðum í Ástralíu er öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar, það er þegar vetur er hér á landi er sumar í Ástralíu og öfugt. Oft er talað um að sumarið sé í desember, janúar og febrúar en veturinn í júní, júlí og ágúst. Ástralía er sjötta stærsta land jarðar að flatarmáli en eins og oft með stærri lönd getur verið mjög misjafnt veðurfar á milli landshluta.

Loftslag í Ástralíu er breytilegt eftir landshlutum.

Meðalhiti í Sydney, stærstu borg Ástralíu, á sumrin er á bilinu 18-26°C en á veturna 8-18°C. Í Alice Springs í miðhluta landsins og í Port Hedland í norðvesturhlutanum verður meðalhitinn hvað hæstur en þá getur hann verið um 36°C yfir sumartímann. Meðalhitinn verður aftur á móti hvað lægstur í höfuðborginni, Canberra, en þá er hitastigið við frostmark. Canberra er í suðausturhluta Ástralíu, líkt og Sydney.

Lægsta hitastig sem mælst hefur er -23°C en það var í suðausturhluta landsins. Hæsta hitastig var aftur á móti í bænum Oodnadatta í miðhluta landsins en þar fór hitastigið upp í 50,7°C. Úrkoma í Ástralíu er mjög árstíðabundin en þó ekki mikil. Eina heimsálfan sem rignir minna í en Eyjaálfu er Suðurskautslandið en Ástralía tilheyrir Eyjaálfu.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

2.7.2013

Spyrjandi

Aþena Villa, f. 2000

Tilvísun

Benedikt Jens Arnarsson og Óttar Snær Yngvason. „Hvernig er veðurfar í Ástralíu?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2013, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65250.

Benedikt Jens Arnarsson og Óttar Snær Yngvason. (2013, 2. júlí). Hvernig er veðurfar í Ástralíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65250

Benedikt Jens Arnarsson og Óttar Snær Yngvason. „Hvernig er veðurfar í Ástralíu?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2013. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65250>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er veðurfar í Ástralíu?
Árstíðum í Ástralíu er öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar, það er þegar vetur er hér á landi er sumar í Ástralíu og öfugt. Oft er talað um að sumarið sé í desember, janúar og febrúar en veturinn í júní, júlí og ágúst. Ástralía er sjötta stærsta land jarðar að flatarmáli en eins og oft með stærri lönd getur verið mjög misjafnt veðurfar á milli landshluta.

Loftslag í Ástralíu er breytilegt eftir landshlutum.

Meðalhiti í Sydney, stærstu borg Ástralíu, á sumrin er á bilinu 18-26°C en á veturna 8-18°C. Í Alice Springs í miðhluta landsins og í Port Hedland í norðvesturhlutanum verður meðalhitinn hvað hæstur en þá getur hann verið um 36°C yfir sumartímann. Meðalhitinn verður aftur á móti hvað lægstur í höfuðborginni, Canberra, en þá er hitastigið við frostmark. Canberra er í suðausturhluta Ástralíu, líkt og Sydney.

Lægsta hitastig sem mælst hefur er -23°C en það var í suðausturhluta landsins. Hæsta hitastig var aftur á móti í bænum Oodnadatta í miðhluta landsins en þar fór hitastigið upp í 50,7°C. Úrkoma í Ástralíu er mjög árstíðabundin en þó ekki mikil. Eina heimsálfan sem rignir minna í en Eyjaálfu er Suðurskautslandið en Ástralía tilheyrir Eyjaálfu.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....