Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1268 svör fundust
Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?
Stærsta núlifandi landdýrið er afríkufíllinn (Loxodonta africana). Karlfílar geta vegið á bilinu 5,8-6,5 tonn og hæstu tarfarnir ná um 4,5 metra hæð á herðakamb. Afríkufílar lifa aðallega í suður- og austurhluta Afríku. Nokkuð hefur fækkað í hópnum líkt og hjá asíska fílnum, aðallega vegna veiðiþjófnaðar en ein...
Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?
Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...
Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?
Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...
Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...
Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?
Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...
Hvort heitir landið í Mið-Ameríku Kosta Ríka eða Kostaríka á íslensku?
Réttara er að skrifa Kosta Ríka, þó sumar eldri heimildir gefi upp Kostaríka í einu orði. Í 2. útgáfu Stafsetningarorðabókarinnar hefur rithátturinn verið leiðréttur samkvæmt samþykktum starfshóps um ríkjaheiti. Stafsetningin hefur einnig verið uppfærð í Málfarsbankanum og Íðorðabankanum. Málfarsbankinn, aðgeng...
Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?
Stærsti gígur á reikistjörnunni Mars nefnist Hellas-dældin. Hann er um 2000 km í þvermál og rúmlega 7 km djúpur. Gígurinn er því næstum helmingur af stærð Bandaríkjanna! Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnu...
Hvað er minnsta dýr í heimi?
Til eru fjölmargar agnarsmáar dýrategundir og í rauninni er ómögulegt að segja til um það hvert er minnsta dýr í heimi. Ef hins vegar er spurt um minnsta spendýr í heimi þá er hægt að lesa um það á Vísindavefnum í svari Páls Hersteinssonar þess efnis. Mikið auðveldara er að svara spurningum um stærsta dýr í he...
Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...
Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu?
Hefðbundið er að flokka hraun eftir efnasamsetningu í basísk, ísúr og súr hraun (sjá mynd). Hraun af basískri samsetningu eru langalgengust. Þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar og mynda stærsta hluta hafsbotnsins, meirihluta úthafseyja og flæðibasaltfláka meginlandanna.[1] Þó að ísúr og súr hraun séu til st...
Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...
Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nok...
Hver er stærsti froskur í heimi og stærsta salamandran?
Stærsta froskategund í heimi er golíatfroskurinn (Conraua goliath) sem finnst villtur í vesturhluta Afríku, aðallega í Kamerún. Heildarlíkamslengd froska af þessari tegund er um 30 cm og geta stærstu einstaklingarnir vegið allt að 3,5 kg eða svipað og meðalstór heimilisköttur! Golíatfroskur í allri sinni dýrð. ...
Hvar er Hrísey?
Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland? Hrísey hefur verið ...
Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? er Þórisvatn 83-88 km2 að flatarmáli (eftir því hversu mikið er í lóninu) en Þingvallavatn 82 km2 ef miðað er við upplýsingar af heimasíðu Landmælinga Íslands. Hins vegar segja aðrar heimildir að Þingvallavatn sé stærra en þarna ...