Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 156 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?

Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn?

Til að svara spurningu sem þessari verður maður að velta fyrir sér hugtaki í þróunarfræði sem nefnist aðlögun. Lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróa...

category-iconHeimspeki

Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?

Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?

Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?

Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar. Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa eink...

category-iconSálfræði

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?

Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um John Locke?

John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...

category-iconHugvísindi

Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?

Vitað er að sum skordýr, fuglar og fiskar geta greint útfjólublátt ljós. Auk þess er talið að til dæmis fuglar og sum skordýr geri greinarmun á litum sem við mannfólkið sjáum engan mun á. Er spurningunni þar með svarað? Nei, líklega ekki. Það þarf ekki að vera að þessi dýr sjái það sem við köllum liti þótt þau sjá...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?

Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?

Fútúrismi er hreyfing í bókmenntum og listum sem kom fram snemma á 20. öld. Fútúrisminn tengdist sérstaklega listalífi á Ítalíu og í Rússlandi. Hér verður fjallað um ítalska fútúrismann en um þann rússneska er hægt að lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað var rússneski fútúrisminn? Í byrjun 20...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er spegill á litinn?

Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá hvalir liti?

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...

category-iconHeimspeki

Hvað er sýndarveruleiki?

Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...

Fleiri niðurstöður