Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sjá hvalir liti?

Jón Már Halldórsson og Edda Elísabet Magnúsdóttir

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali.

Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu þannig að lífveran getur greint mun á milli mismunandi blæbrigða af ljósu og dökku, mismunandi lögun og hreyfingu. Stafir greina ekki liti en það gera hins vegar keilurnar. Í augum manna eru þrjár gerðir af keilum sem eru næmar á ólíkar bylgjulengdir ljóssins, S-, M- og L-keilur þar sem bókstafirnir vísa til öldulengdar þess ljóss sem keilurnar eru næmastar gagnvart.

Horfst í augu við gráhval (Eschrichtius robustus).

Landspendýr svo sem prímatar og rándýr hafa nokkuð eða vel þróaða litasjónskynjun. Samsetning á keilunum, sem ráða litasjóninni er þó mjög mismunandi. Algengast er að landspendýr hafi tvílitaskyn (e. dichromatic vision), það er að segja hafa tvær gerðir af virkum keilum, L-keilur sem eru næmar fyrir grænum til rauðum litum og S sem eru næmar fyrir bláum til útfjólubláum. Hvaða litir lenda á rófinu er breytilegt eftir tegundum. Til að mynda er litasjónskynjun kattadýra takmörkuð við bláan og grænan en keilur sem vinna úr rauðum lit er vanþróaðri og eiga þau því bágt með að skynja slíkan lit (sjá svar við spurningunni Hvernig sjá kettir?). Hundar eru á sama báti eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig sjá hundar? Prímatar hafa aftur á móti þrílitaskyn (e. trichromatic vision) eins og menn og greina rauðan, grænan og bláan lit.

Hvalir búa við allt annað skynumhverfi og litasjón þeirra er töluvert takmarkaðri heldur en spendýra á landi. Tannhvalir (Odontoceti) eru til að mynda aðeins með L-gerð af keilum (e. monochromatic vision), sem nema ljósbylgjur sem eru um 650 nm eða það sem við skynjum sem rauðan lit. Þess má geta að hreifadýr (Pinnipedia - til dæmis selir, rostungar og sæljón) hafa líka aðeins L-gerð af keilum en nánustu ættingjar þeirra meðal landspendýra hafa einnig S- gerð og skynja því bláleitan lit. Hins vegar eru reyðarhvalir (Mysticeti) ekki með neinar virkar keilur í sjónhimnu og þurfa því að reiða sig á stafina og lifa í svarthvítum heimi.

Ekki er fyllilega ljóst hversvegna hvalir og selir töpuðu litasjóninni en sennileg ástæða er sú að forverar bæði sela og hvala lifðu á grunnum strandsvæðum þar sem rautt ljós er meira ráðandi en í djúpsjó. L-keilurnar sem selir og sumir hvalir hafa enn nema einmitt rautt ljós og gagnaðist því betur í grunnsjó en S-keilurnar. Þessi missir á S-keilum er óheppilegur fyrir dýr sem lifa úti á rúmsjó þar sem blár litur er ráðandi en talið er að þessi slaka neðansjávar-sjón hvala hafi ýtt undir þróun á notkun hljóða til samskipta og til að rata neðansjávar. Sú skynjun hefur reynst hvölum einstaklega vel og bætt upp fyrir tapið á þeim sjóngenum sem hurfu í þróunarferlinu.

Helstu heimildir og mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Edda Elísabet Magnúsdóttir

doktor í líffræði

Útgáfudagur

8.1.2021

Spyrjandi

Sigrún Ásta Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Sjá hvalir liti?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80063.

Jón Már Halldórsson og Edda Elísabet Magnúsdóttir. (2021, 8. janúar). Sjá hvalir liti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80063

Jón Már Halldórsson og Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Sjá hvalir liti?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80063>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sjá hvalir liti?
Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali.

Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nema ljós í lítilli birtu þannig að lífveran getur greint mun á milli mismunandi blæbrigða af ljósu og dökku, mismunandi lögun og hreyfingu. Stafir greina ekki liti en það gera hins vegar keilurnar. Í augum manna eru þrjár gerðir af keilum sem eru næmar á ólíkar bylgjulengdir ljóssins, S-, M- og L-keilur þar sem bókstafirnir vísa til öldulengdar þess ljóss sem keilurnar eru næmastar gagnvart.

Horfst í augu við gráhval (Eschrichtius robustus).

Landspendýr svo sem prímatar og rándýr hafa nokkuð eða vel þróaða litasjónskynjun. Samsetning á keilunum, sem ráða litasjóninni er þó mjög mismunandi. Algengast er að landspendýr hafi tvílitaskyn (e. dichromatic vision), það er að segja hafa tvær gerðir af virkum keilum, L-keilur sem eru næmar fyrir grænum til rauðum litum og S sem eru næmar fyrir bláum til útfjólubláum. Hvaða litir lenda á rófinu er breytilegt eftir tegundum. Til að mynda er litasjónskynjun kattadýra takmörkuð við bláan og grænan en keilur sem vinna úr rauðum lit er vanþróaðri og eiga þau því bágt með að skynja slíkan lit (sjá svar við spurningunni Hvernig sjá kettir?). Hundar eru á sama báti eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig sjá hundar? Prímatar hafa aftur á móti þrílitaskyn (e. trichromatic vision) eins og menn og greina rauðan, grænan og bláan lit.

Hvalir búa við allt annað skynumhverfi og litasjón þeirra er töluvert takmarkaðri heldur en spendýra á landi. Tannhvalir (Odontoceti) eru til að mynda aðeins með L-gerð af keilum (e. monochromatic vision), sem nema ljósbylgjur sem eru um 650 nm eða það sem við skynjum sem rauðan lit. Þess má geta að hreifadýr (Pinnipedia - til dæmis selir, rostungar og sæljón) hafa líka aðeins L-gerð af keilum en nánustu ættingjar þeirra meðal landspendýra hafa einnig S- gerð og skynja því bláleitan lit. Hins vegar eru reyðarhvalir (Mysticeti) ekki með neinar virkar keilur í sjónhimnu og þurfa því að reiða sig á stafina og lifa í svarthvítum heimi.

Ekki er fyllilega ljóst hversvegna hvalir og selir töpuðu litasjóninni en sennileg ástæða er sú að forverar bæði sela og hvala lifðu á grunnum strandsvæðum þar sem rautt ljós er meira ráðandi en í djúpsjó. L-keilurnar sem selir og sumir hvalir hafa enn nema einmitt rautt ljós og gagnaðist því betur í grunnsjó en S-keilurnar. Þessi missir á S-keilum er óheppilegur fyrir dýr sem lifa úti á rúmsjó þar sem blár litur er ráðandi en talið er að þessi slaka neðansjávar-sjón hvala hafi ýtt undir þróun á notkun hljóða til samskipta og til að rata neðansjávar. Sú skynjun hefur reynst hvölum einstaklega vel og bætt upp fyrir tapið á þeim sjóngenum sem hurfu í þróunarferlinu.

Helstu heimildir og mynd:

...