Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 358 svör fundust
Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?
Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...
Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?
Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og ...
Getið þið sagt mér eitthvað um Miðgarðsorminn og Fenrisúlf?
Miðgarður er nafn úr norrænni goðafræði og var það notað um hina byggðu jörð. Miðgarðsormur var eitt þriggja afkvæma Loka Laufeyjarsonar með tröllskessunni Angurboðu. Miðgarðsormur var einn af erkifjendum Ása og umlukti hann Miðgarð. Margar sögur eru til um Miðgarðsorm og samskipti hans við Þór. Ein sú frægast...
Hversu lengi lifa flóðhestar?
Líkt og flestar aðrar dýrategundir ná flóðhestar (Hippopotamus amphibius) í haldi manna hærri aldri en þeir sem lifa villtir þar sem öldrunareinkenni reynast villtum dýrum erfið í samkeppni í náttúrunni. Sannarlega elsti flóðhestur sem sögur fara af í dýragörðum náði 67 ára aldri. Sumarið 2012 komst flóðhestur...
Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...
Hvernig er lífið eftir ragnarök?
Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna. Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötru...
Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það?
Sennilega kemur Malakoffpylsan upphaflega frá Rússlandi. Að minnsta kosti er hún talin sem rússnesk pylsa í þýskumælandi löndum. Sagt er að í hana þurfi meðal annars nautatungu og svínafitu. Hvernig og hvaðan Malakoff-pylsan barst til Íslands er ekki vitað. Líklegast upphaflega frá Danmörku því að í gömlum auglýsi...
Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?
Skáldsagan um ævintýri Róbinson Krúsó var gefin út árið 1719 og er eftir rithöfundinn Daniel Defoe (1660-1731). Sagan naut strax mikilla vinsælda og flestir þekkja nafnið hans Róbinson Krúsó enn í dag þó að það séu kannski ekki margir sem hafa lesið söguna um hann. Upphaflega hét sagan: The Life and Strange Surpri...
Hvað var Píningsdómur?
Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...
Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?
Hugtakið riddarasögur er notað um veraldlegar frásagnarbókmenntir sem voru þýddar á norræna tungu á miðöldum. Einnig eru til margar frumsamdar riddarasögur en um þær er ekki fjallað hér. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu fjallar Torfi H. Tulinius um riddarasögur. Þar er meðal annars að finna lista yfir þýdd...
Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?
Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu ...
Hvaða ár urðu bílar til?
Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum. Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdina...
Hver fann kryddið upp (ekki jurtina) og hvenær?
Spyrjandi á líklega við það hver hafi fyrstur tekið upp á því að nota kryddjurtir með mat, væntanlega kjöti eða fiski. Mörgum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að svara með því að tilgreina ákveðinn mann, einfaldlega vegna þess að þetta gerðist "áður en sögur hófust" sem kallað er, það er að segja fyrir þann t...