Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 125 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?

Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað ræður endingu á íbúaheitum, af hverju eru Kínverjar ekki Kínar eða Finnar Finnlendingar?

Upprunalega spurningin var: Af hverju köllum við fólk frá Finnlandi „Finna“ en ekki „Finnlendingar“ og fólk frá Kína „Kínverja“ en ekki „Kínar“? Hvað ræður því hvernig endingin á þjóðerni hljómar? Heiti á íbúum annarra landa eru sérstakur geiri í íslenska orðaforðanum sem hefur þurft sinn tíma til að mótas...

category-iconHeimspeki

Er afsökun möguleg?

Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...

category-iconHugvísindi

Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er RNA-inngrip?

Almennt er litið svo á að DNA geymi upplýsingar, þá sérstaklega um byggingu prótína. Prótín sjá svo um byggingu og starf fruma. Í frumum berast erfðaupplýsingar frá DNA, til ríbósóma með hjálp RNA, sem gegnir þannig hlutverki boðbera. Lesa má nánar um kjarnsýrurnar DNA og RNA í svari Guðmundar Eggertssonar við spu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni kenninafnanna okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að reyna að finna hver uppruni kenninafnana okkar er. Sem sagt hver er ástæðan fyrir því að við berum föðurnafn okkar og svo dóttir eða sonur. Hvenær má sjá þau fyrst birtast í samfélaginu? Notkun föður- eða móðurnafna er liður í langri þróun nafnaforða evrópskra ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?

Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með hugtakinu aflandskrónur og hvernig ber að skilja hugmyndina um uppboð á þeim?

Að undanförnu hefur orðið aflandskróna verið notað í almennri umræðu hér á landi. Orðhlutinn afland (e. offshore) vísar til þess að um sé að ræða starfsemi sem eigi sér ekki stað hér innanlands heldur erlendis (svo þarf þó ekki að vera). Þessu tengt er orðið aflandsgengi sem vísar til gengis á gjaldmiðli sem er t...

category-iconLögfræði

Hvaða þýðingu hefur það að haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali?

Þeir sem haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali í byrjun árs teljast slysatryggðir við heimilisstörf. Kveðið er á um slysatryggingu við heimilisstörf í 30. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Þar segir að þeir sem stundi heimilisstörf geti tryggt sér rétt til slysabóta við þa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?

Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvar var Leopold von Ranke og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?

Árið 1810 var stofnaður háskóli í Berlínarborg. Hann var liður í framsókn þýskrar menningar í Prússlandi, sem hafði Berlín að höfuðborg, framsókn sem var meðal annars knúin af særðum metnaði eftir að her Napóleons Frakkakeisara hafði vaðið yfir landið á fyrsta áratug aldarinnar. Berlínarháskóli varð þekktur fyrir ...

category-iconStærðfræði

Hvaða aðferðum er beitt til að finna aukastafi pí?

Talan $\pi$, pí, er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Hún er stundum nefnd fasti Arkímedesar. Arkímedes (272–212 f.Kr.) beitti nákvæmum útreikningum til að finna gildi $\pi$. Hann notaði nálgunaraðferð með því að finna ummál reglulegra marghyrninga með æ fleiri hornum þannig að lögun þeirra nálgaðist hri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?

Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið kerling alltaf notað í neikvæðri merkingu?

Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: 'gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?

Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið ...

Fleiri niðurstöður