Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 214 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?
Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun. Líklegt er að veiran eftirmyndist að mi...
Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?
Hér verður eftirfarandi spurningum svarað: Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu? Hvers vegna sleppa veirur stundum í gegnum veiruvarnir? Hvers vegna eru til tölvuveirur, er ekki hægt að útrýma þeim? Hvað er trójuhestur í tölvum og af hverju sleppur hann oft í gegnum e...
Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi?
Upprunalegu spurningarnar voru: Er möguleiki á að fólk greinist með falskt jákvætt próf og ef svo hversu miklar líkur eru á fölskum jákvæðum prófum? (Arnbjörg). Hversu áreiðanlegar eru niðurstöðurnar úr COVID-19 skimun/prófi hér á landi? Það er hversu mörg prósent af sýktum gefa fram jákvæða niðurstöðu? (Ottó)...
Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...
Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?
Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn ...
Getur fuglaflensuveiran borist úr fugli í gæludýr og þaðan í menn?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um fuglaflensu. Þeirra á meðal eru: Geta hundar fengið fuglaflensu? Ef fuglaflensan berst hingað til Íslands með farfuglum, er þá líklegt að kötturinn minn sýkist? Hvernig er með smit úr farfuglum yfir í kýr, hesta og önnur dýr? Geta þau smitast ef þau éta gras ...
Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Fá allir krakkar hlaupabólu? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu? Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsa...
Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?
HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur lí...
Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?
Upprunalega spurningin var: COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af n...
Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum?
Kórónuveirur eru fjölskylda veira sem nefnast á ensku 'coronaviruses'. Heitið er dregið af því að yfirborðsprótín veiranna minna á kórónu eða sólkrónu, sem er ysti hjúpur sólarinnar. Fyrsta kórónuveiran greindist árið 1937. Hún veldur berkjubólgu í fuglum en sýkir ekki menn. COVID-19 orsakast af kórónuveirunni...
Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi?
Á Vísindavefnum er einnig að finna svar við spurningunni Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra? Við bendum lesendum á að skoða það svar líka. Þar er fjallað sérstaklega um sama efni og hér, með hliðsjón af tilkomu bóluefna við COVID-19 og ómíkron-afbrigði veirunnar...
Hvar smitast fólk helst af COVID-19?
COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa mei...
Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?
Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...
Er breska afbrigðið af veirunni sem veldur COVID-19 hættulegt?
Öll spurningin var: Hvað er vitað um breska afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og er það hættulegt?[1] Þann 14. desember 2020 lýsti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir að nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefði fundist og að gögn bendi til þess að það smitist mun hraðar en eldri...
Hvernig fer veiruvarnarforrit að því að þekkja tölvuveirur?
Veiruvarnaforrit beita fyrst og fremst tveimur aðferðum til að finna tölvuveirur, greiningu byggða á leitarstrengjum annars vegar og grunsamlegri hegðun hins vegar. Fyrri aðferðin byggir á því að fyrirtækið sem býr til veiruvörnina hafi fengið eintak af tölvuveirunni og sérfræðingar þess hafi skoðað hana. Þ...