Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 757 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconTrúarbrögð

Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?

Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?

Heiti síamskatta er dregið af hinu forna konungsríki Síam sem í dag nefnist Tæland. Síamstvíburar draga einnig nafn sitt af Síam eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? en fyrir utan það eru tengslin á milli kattanna og tvíburanna engin. Síamskettir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita páskarnir þessu nafni?

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku. Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorste...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?

Svonefndur silfurbakur eða silfurbaksgórilla, eins og spyrjandi kallar hana, er heiti á karlkynsgórillum (Gorilla spp.). Þegar karldýrin eru um 12 ára gömul fá þau silfurgljáan lit á bakið. Í fjölskylduhóp er þroskað karldýr eða silfurbakur, fjöldi kvendýra og afkvæmi silfurbaksins. Silfurbakar eru stærstu prímata...

category-iconEfnafræði

Hvaðan kemur heitið á frumefninu arsen?

Arsen er frumefni með sætistöluna 33. Latneskt heiti þess er Arsenicum og efnatáknið er As. Heiti þess kemur úr arabísku, az-zernikh. Zernikh kemur upprunalega úr persnesku, þar sem zar merkir gull. Það vísar til gula litarins í litarefninu arsen-þrísúlfíð, sem er eitt efnasamband arsens. Persneska orðið zar me...

category-iconLífvísindi: almennt

Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?

Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á heilkenni og sjúkdómi?

Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er langafasta?

Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?

Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim. Villt dýr e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?

Nafnið kemur fyrir í Landnámu og í nokkrum Íslendinga sögum. Hrefna Ásgeirsdóttir hét til dæmis kona Kjartans Ólafssonar í Laxdæla sögu. Nafnið virðist ekki hafa verið notað fyrr en á síðari hluta 19. aldar en þá varð það allvinsælt. Það á við um mörg önnur nöfn sem sótt voru til fornsagnanna í tengslum við sjálfs...

category-iconEfnafræði

Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?

Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?

Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...

Fleiri niðurstöður