Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnið kemur fyrir í Landnámu og í nokkrum Íslendinga sögum. Hrefna Ásgeirsdóttir hét til dæmis kona Kjartans Ólafssonar í Laxdæla sögu. Nafnið virðist ekki hafa verið notað fyrr en á síðari hluta 19. aldar en þá varð það allvinsælt. Það á við um mörg önnur nöfn sem sótt voru til fornsagnanna í tengslum við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Einar Benediktsson skáld gaf öllum börnum sínum svokallað kenningarnafn sem heimilað var með lögum frá 1925. Um kenningarnafn sagði í lögunum: „hvert það heiti, er maður hefir í viðbót við eiginheiti og föðurnafn, er gengur ekki til afkomenda hans“. Einar valdi nöfnin Valur, Svala, Örn, Erla, Már og Hrefna, allt fuglanöfn.

Kvenmannsnafnið Hrefna er mun eldra en heiti hvalategundarinnar.

Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 (bls. 390) stendur við orðið hrefna að það merki meðal annars ‘kvenhrafn’ en einnig ‘hrafnreyður’. Undir hrafnreyður segir að átt sé við eins konar hval (bls. 387). Í grein frá fyrri hluta 19. aldar eftir Jónas Hallgrímsson skáld stendur:

B(alana) boobs. Hrefna, hrafnreyður.

Kvenmannsnafnið Hrefna er því mun eldra en heiti hvalategundarinnar en bæði heitin eru sótt til hrafnsins.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Bjørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ.
  • Jónas Hallgrímsson. Sótt í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna, eða nafnið á hvalategundinni hrefna?

Eiga þessi nöfn sama uppruna? Samkvæmt sumum ritum er kvennmannsnafnið Hrefna komið frá nafninu Hrafn. Því er áhugavert ef nafnið á hvala tegundinni eigi sama uppruna í fuglategund.

https://skemman.is/bitstream/1946/5094/1/Islensk%20kvennanofn%20fyrr%20og%20nu.pdf

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.6.2019

Spyrjandi

Sigurlaug Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2019, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77411.

Guðrún Kvaran. (2019, 18. júní). Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77411

Guðrún Kvaran. „Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2019. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77411>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?
Nafnið kemur fyrir í Landnámu og í nokkrum Íslendinga sögum. Hrefna Ásgeirsdóttir hét til dæmis kona Kjartans Ólafssonar í Laxdæla sögu. Nafnið virðist ekki hafa verið notað fyrr en á síðari hluta 19. aldar en þá varð það allvinsælt. Það á við um mörg önnur nöfn sem sótt voru til fornsagnanna í tengslum við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Einar Benediktsson skáld gaf öllum börnum sínum svokallað kenningarnafn sem heimilað var með lögum frá 1925. Um kenningarnafn sagði í lögunum: „hvert það heiti, er maður hefir í viðbót við eiginheiti og föðurnafn, er gengur ekki til afkomenda hans“. Einar valdi nöfnin Valur, Svala, Örn, Erla, Már og Hrefna, allt fuglanöfn.

Kvenmannsnafnið Hrefna er mun eldra en heiti hvalategundarinnar.

Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 (bls. 390) stendur við orðið hrefna að það merki meðal annars ‘kvenhrafn’ en einnig ‘hrafnreyður’. Undir hrafnreyður segir að átt sé við eins konar hval (bls. 387). Í grein frá fyrri hluta 19. aldar eftir Jónas Hallgrímsson skáld stendur:

B(alana) boobs. Hrefna, hrafnreyður.

Kvenmannsnafnið Hrefna er því mun eldra en heiti hvalategundarinnar en bæði heitin eru sótt til hrafnsins.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Bjørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ.
  • Jónas Hallgrímsson. Sótt í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna, eða nafnið á hvalategundinni hrefna?

Eiga þessi nöfn sama uppruna? Samkvæmt sumum ritum er kvennmannsnafnið Hrefna komið frá nafninu Hrafn. Því er áhugavert ef nafnið á hvala tegundinni eigi sama uppruna í fuglategund.

https://skemman.is/bitstream/1946/5094/1/Islensk%20kvennanofn%20fyrr%20og%20nu.pdf

...