Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6107 svör fundust
Hvernig fer passaskoðun fram þegar strangtrúaðar múslimakonur með blæju fyrir andlitinu eiga í hlut?
Eins og kunnugt er bera sumar strangtrúaðar múslimskar konur blæju sem þekur ekki eingöngu hár þeirra og axlir heldur einnig andlit þeirra. Ef ferðamenn eru þannig til fara liggur það í hlutarins eðli að erfitt er fyrir lögreglu og útlendingaeftirlit að sannreyna að manneskjan sem fer í gegnum vegabréfsskoðunina s...
Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hæ...
Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín?
Samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla er skylt að merkja matvæli sem innihalda sætuefnið aspartam með orðunum: „Inniheldur fenýlalanín“. Ástæðan fyrir þessu er að fólki sem er haldið sjúkdómnum PKU stafar hætta af því að neyta matvæla sem innihalda mikið fenýlalanín eða efni sem losa út fenýlalanín v...
Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn lí...
Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?
Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...
Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?
Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...
Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég skil ekki hvers vegna sólarupprásin getur færst fram um aðeins 83 mín frá 1.1. til 8.2. meðan sólarlagið færist aftur um 98 mínútur á sama tíma (tölur úr Almanaki Þjóðvinafélagsins)? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega: Það að vegna þess að hádegið færist til...
Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?
Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu: RíkiDý...
Í hvaða fylkingar er dýrum skipt?
Dýrum (Animalia) er skipt upp í rúmlega þrjátíu fylkingar. Munur er á mismunandi flokkun hinna ýmsu flokkunarfræðinga. Í þessu svari eru þær 33 talsins. Til að átta sig á skiptingu dýra þá eru öll dýr flokkuð í ríki dýra og síðan skipt niður í fylkingar. Margar þeirra innihalda tegundir sem flestir hafa ekki heyrt...
Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er ...
Hefur villuboðið: "ERROR: Keyboard not attached. Press F1 to continue" komið fram í einhverju stýrikerfi?
Þrátt fyrir mikla leit höfum við ekki fundið öruggar heimildir fyrir því að þetta sé til. Hins vegar er spurningin náttúrlega dæmi um hroka okkar mannanna gagnvart eigin sköpunarverki okkar, tölvunum. Svona teljum við okkur óhætt að gera grín að þeim í trausti þess að þær geti ekki svarað fyrir sig að eigin frumkv...
Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?
Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.” Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa a...
Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?
Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda yfirleitt litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn. Inflúensa er veir...
Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?
Framsögn er mjög einstaklingsbundin og tilefni misjöfn. Stundum hentar að tala hægt til að leggja áherslu á það sem verið er að segja en aðeins stutta stund. Hraðmæli er sjaldan ákjósanlegt. Of hægur upplestur og ofskýrmæli missa marks vegna þess að hætt er við að athygli áheyrenda dofni. Of hraður og óskýr lestur...
Hvað þýðir það að erfðavísar séu ónýtir og hvernig kemur slíkt fram í svipgerð fólks?
Gen (erfðavísar) eru mikilvægasti hluti erfðaefnisins. Erfðaefnið DNA eru tvíþátta þræðir sem mynda litningana. Við manneskjurnar fáum eitt sett af litningum frá móður og eitt sett frá föður. Því höfum við tvö heil eintök af flestum okkar genum - eitt frá hvoru foreldri. Það er kallað að vera tvílitna. Algengast e...