Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er þetta rétt?
Svarið er nei: Þetta er ekki rétt.

Boorstin fjallar um þetta í 28. kafla bókarinnar, "Dead End in Vinland." Hann rekur þar flutninga norrænna manna ("Norsemen") vestur á bóginn og fer svo sem ekki rétt með alla hluti. Þannig telur hann menn hafa farið til Færeyja um 700 og numið Ísland 770, sem er hvort tveggja einni öld fyrr en almennt er talið. Hins vegar eigi þeir ekki að hafa stofnaði Dyflinni á Írlandi fyrr en 841.

Á hinn bóginn kemur skýrt fram í textanum að Eiríkur rauði var fæddur í Noregi og því ekki danskur, samanber spurninguna. Bjarni Herjólfsson er sagður hafa verið í förum milli Íslands og Noregs og faðir hans hafi búið á Íslandi, þannig að Bjarni hefur því ekki verið danskur. Rétt er farið með frásögn Grænlendinga sögu af því að Bjarni hafi séð Ameríku fyrstur og síðan er sagt frá Leifi sem hafi verið sonur Eiríks og því ekki heldur danskur.

Í þessum kafla Boorstins er ekki sýnilegur neinn fótur fyrir þeirri fullyrðingu sem spurningin snýst um.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Boorstin, Daniel, 1985. The Discoverers. New York: Vintage Books [upphafleg útgáfa 1983].

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

1.3.2000

Spyrjandi

Jón Baldvin Hannesson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=170.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 1. mars). Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=170

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=170>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er þetta rétt?
Svarið er nei: Þetta er ekki rétt.

Boorstin fjallar um þetta í 28. kafla bókarinnar, "Dead End in Vinland." Hann rekur þar flutninga norrænna manna ("Norsemen") vestur á bóginn og fer svo sem ekki rétt með alla hluti. Þannig telur hann menn hafa farið til Færeyja um 700 og numið Ísland 770, sem er hvort tveggja einni öld fyrr en almennt er talið. Hins vegar eigi þeir ekki að hafa stofnaði Dyflinni á Írlandi fyrr en 841.

Á hinn bóginn kemur skýrt fram í textanum að Eiríkur rauði var fæddur í Noregi og því ekki danskur, samanber spurninguna. Bjarni Herjólfsson er sagður hafa verið í förum milli Íslands og Noregs og faðir hans hafi búið á Íslandi, þannig að Bjarni hefur því ekki verið danskur. Rétt er farið með frásögn Grænlendinga sögu af því að Bjarni hafi séð Ameríku fyrstur og síðan er sagt frá Leifi sem hafi verið sonur Eiríks og því ekki heldur danskur.

Í þessum kafla Boorstins er ekki sýnilegur neinn fótur fyrir þeirri fullyrðingu sem spurningin snýst um.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Boorstin, Daniel, 1985. The Discoverers. New York: Vintage Books [upphafleg útgáfa 1983].

Mynd:...