Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1011 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefur nýgengi eitlakrabbameins (Hodgkins) aukist á undanförnum árum? Eru einhverjar rannsóknir til um áhættuhópa? Hodgkins-sjúkdómur, sem er krabbamein í eitilfrumum, er ekki meðal þeirra meina sem eru í 15 efstu sætum hvað varðar árlegt nýgengi á Íslandi. Um hann gildir e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru salamöndrur hryggdýr?

Hryggdýr skiptast í fimm flokka; spendýr, skriðdýr, fiska, fugla og froskdýr. Salamöndrur ásamt froskum skipa hóp froskdýra og því eru þær hryggdýr. Lesa má meira um salamöndrur í svari sama höfundar við spurningunni Eru salamöndrur eðlur? Salamandra af tegundinni Ambystoma maculatum. Það sem allir hópar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar voru naggrísir fyrst fundnir og hve langt er síðan?

Naggrís (Cavia porcellus) er suður-amerískt nagdýr. Naggrísir geta orðið um 25 cm á lengd og lifa venjulega í þrjú til fimm ár. Inkarnir í Suður-Ameríku gerðu naggrísinn að húsdýri nokkrum öldum áður en evrópskir landvinningamenn komu til álfunnar um 1500. Stuttu eftir að Evrópumenn settust að í álfunni kynnt...

category-iconVerkfræði og tækni

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?

Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...

category-iconSálfræði

Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?

Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými? Eða koma þau af sama grunni? Fornafnið ýmis og lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar eru ekki skyld jötunheitinu Ýmir. Ásgeir Blöndal Magnússon fjallar um jötunheitið Ýmir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1165) og ...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?

Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...

category-iconTrúarbrögð

Hvað táknar lögmálið í Biblíunni? Er það sama og torah hjá Gyðingum?

Í íslensku Biblíunni er orðið lögmál þýðing á hebreska orðinu torah, sem orðrétt þýðir fræðsla eða kenning. Í grísku þýðingu Biblíunnar eða Gamla testamentisins frá því á 3. öld f. Kr. er torah þýtt með orðinu nomos sem þýðir lög eða lögmál og þar af leiðandi er nomos notað í Nýja testamentinu. Þegar Biblían var þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur einhver fíll verið með tvo rana?

Höfundar þessa svars fundu engar greinar, hvorki í bókum né á Netinu, þar sem getið er um fíl sem fæðst hafi með tvo rana. Engar minjar hafa fundist heldur um forsögulega fíla með tvo rana. Hér verður ekki þó fullyrt að slík vansköpun hafi aldrei komið fram í náttúrunni eða muni ekki gera það. Nóg er af dæmum um u...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?

Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?

Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...

category-iconMálvísindi: almennt

Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?

Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenska hestakynið hið eina í heiminum með 5 gangtegundir?

Íslenski hesturinn er ekki eina hestakynið sem býr yfir fimm gangtegundum. Nokkur önnur hestakyn hafa svipaða gangeiginleika og er þau aðallega að finna í Suður-Ameríku. Það sem er sérstakt fyrir íslenska hestinn er að allar gangtegundirnar eru þjálfaðar í einum og sama hestinum. Knapinn getur stjórnað því á hvaða...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar finnur maður tölur um aðsókn Íslendinga á kvikmyndasýningar, leikhús, sundstaði og annað sem flokkast sem tómstundir?

Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast hagtölur af ýmsu tagi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru gestir kvikmyndahúsa árið 2001 alls: 1.507.609. Sýningarárið 2000-2001 sóttu 276.155 manns sýningar atvinnuleikhúsanna og 27.346 sáu sýningar áhugaleikhúsa. Aðsókn að kvikmyndahúsum á Íslandi er þess vegna um fi...

category-iconLangholtsskóli

Hvar og hvenær varð kúngfú til?

Kúngfú er forn kínversk bardagalist sem líkist karate en byggir meira á höggum með höndum en spörkum. Af heimildum að dæma má rekja uppruna hennar að minnsta kosti aftur til tíma Zhou-keisaraættarinnar sem var við völd frá 1111 til 255 f. Krist að okkar tímatali. Í kúngfú eru fimm grunnspor. Hinar fjölmargu hre...

Fleiri niðurstöður