Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 585 svör fundust
Hvað er hnattvæðing?
Hugtakið hnattvæðingu má í stuttu máli skýra sem aukna samtengingu jarðarbúa. Hnattvæðing, eða alþjóðavæðing eins og hún er stundum kölluð, er oft talin vera afleiðing hraðrar þróunar samskipta- og flutningstækni í nútímanum. Einnig má nefna minni höft á hreyfingu fjármagns og einstaklinga milli landsvæða og ríkja...
Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?
Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og vei...
Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefur nýgengi eitlakrabbameins (Hodgkins) aukist á undanförnum árum? Eru einhverjar rannsóknir til um áhættuhópa? Hodgkins-sjúkdómur, sem er krabbamein í eitilfrumum, er ekki meðal þeirra meina sem eru í 15 efstu sætum hvað varðar árlegt nýgengi á Íslandi. Um hann gildir e...
Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?
Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...
Er Látrabjarg vestasti staður Evrópu?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Hver er vestasti oddi Evrópu? þar sem velt er upp nokkrum möguleikum að svari við spurningunni. Fyrst þarf að skilgreina hvort verið sé að tala um vestasta odda í þeim löndum sem tilheyra Evrópu landfræðilega, þeim löndum sem hafa stjórnmálaleg tengsl við Evrópu eð...
Hver er uppruni orðanna hjónaband og hjón? Eru til skyld orð í öðrum tungumálum?
Orðið hjón er til í einhverri mynd í flestum Norðurlandamálum. Í færeysku er til hjún, í eldri nýnorsku hjon, hjun, eldri sænsku hjon 'maki; þjónn', forndönsku hjøn. Orðin eru samgermönsk. Í fornháþýsku voru til orðmyndirnar hiuuin, hiwen, hiun í merkingunni 'hjúskaparaðili' og í fornensku hiwa (í eignarfalli hina...
Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?
Sögnin að bardúsa ‛dútla, sýsla við’ og nafnorðið bardús ‛dútl, baks’ eru talin tökuorð af óvissum uppruna. Ásgeir Blöndal Magnússon giskar á tengsl við danska orðið bardus sem er upphrópun notuð til að lýsa undrun yfir einhverju óvæntu (Íslensk orðsifjabók 1989:41). Upphrópunin er komin úr þýsku barda...
Eru ljóskur heimskar?
Fólk með ljóst hár er ekkert heimskara en fólk með dökkt eða rautt hár enda eru engin tengsl milli háralitar og greindarfars. Bæði er vísað til útlits og ákveðinna einkenna í fari fólks þegar sagt er að einhver sé ljóska. Ljóskur eru oftar en ekki sætar og kynþokkafullar, einfaldar, barnalegar og ósjálfstæðar. Enn...
Hvaða rannsóknir hefur Berglind Rós Magnúsdóttir stundað?
Berglind er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautarinnar Menntunarfræði og margbreytileiki. Fyrstu rannsóknir Berglindar vörðuðu kynjafræði menntunar, svo sem kynjafræðilegar greiningar á námsefni, athugun á kynjuðum valdatengslum í unglingahópum og afbyggingu á meintri kvenlægni skóla...
Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?
Íslenska er germanskt mál af svokallaðri indóevrópskri málaætt. Talið er að áherslan hafi upprunalega verið frjáls innan indóevrópskra mála en með tímanum fest eftir ákveðnum reglum einstakra mála. Eitt einkenni germanskra mála í árdaga var að áhersla lá á fyrsta atkvæði. Þessu einkenni heldur íslenska enn. Fi...
Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?
Rita má hvort heldur sem er ítarlega eða ýtarlega og hvort heldur sem er ítarlegur eða ýtarlegur, samkvæmt Stafsetningarorðabókinni (2006). Ritháttur með í byggist á hugmynd um tengsl við íslenska lýsingarorðið ítur sem frá gamalli tíð merkir ‘ágætur, göfugur, fríður, glæsilegur’. Ritháttur með ý samsvarar dön...
Hvar í heilanum er meðvitundin?
Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...
Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað og er einhver skyldleiki milli þessa orðs og enska orðsins TRESpassing? Orðið tráss ‘þrái, þrjóska’, sem dæmi eru um í málinu allt frá 16. öld, er að öllum líkindum tökuorð úr gamalli dönsku trotz, tratz, en í nútímadönsku er orðið trods...
Hvað merkir orðið 'hosiló'?
Hosiló, hoseló, hosuló, hosilóg og fosiló eru framburðarmyndir sama orðs. Um þær finnast dæmi frá því snemma á 20. öld. Þær eru notaðar í merkingunum 'lítið herbergi, kompa, kofi; fremsta skot í lúkar'. Af dæmum Orðabókar Háskólans að ráða er hosiló algengasta myndin. Hún er oft notuð um lítið herbergi í íbúð, o...
Af hverju heitir guð „Guð”?
Orðið guð er náskylt orðinu goð 'guð heiðinna manna' og er eiginlega tvímynd þess orðs orðin til við a-hljóðvarp. Goð er hvorugkyns og var það einnig í fornu máli en orðið guð breytti um kyn og fékk annað hlutverk við kristnitöku. Sama orð er notað í öðrum Norðurlandamálum, í færeysku Gud, í norsku, sænsku, dö...